37 bls. búnar, 3 eftir
....eða hvað! Nei ekki alveg svo gott. Á í raun alveg eftir að greina (analyse) case-ið mitt (þorskastríðið) með hjálp kenninganna minna, og það er í raun mesta vinnan, alla vega þarf mest að hugsa þá, og það er ekki auðvelt get ég ykkur sagt. Svo á eftir að skrifa um rannsóknarsniðið (sem er eitthvað sem ég skil ekki alveg) og svo niðurstöður. Sem sagt á að giska á ég eftir svona 15 bls. Það er sem sé nóg eftir. Þyrfti svo að láta Ashok (indverska leiðbeinanda minn) lesa þetta yfir svo hann geti komið með athugasemdir en er ekki að nenna því. Það myndi þýða að ég þyrfti að breyta einhverju og kannski bara miklu og það er ekki spennandi tilhugsun. Vil bara skrifa þetta drasl og skila og taka því sem út úr því kemur. Metnaður minn er farinn í sumarfrí.
Er annars búin að eyða mest öllu kvöldinu í að setja inn myndir á myndasíðuna. Djöfulli helvíti er þetta hægt drasl. Eins gott að einhver nenni að skoða þetta, annars er þetta ein sú mesta tímasóun sem um getur. Svo gott fólk, skoðið!
þriðjudagur, maí 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
eg kikti nu adeins a myndirnar tinar;) alltaf gaman ad skoda myndir to madur tekki nu ekki nema eina manneskju:) serstaklega skemmtilegur eftirrettur sem tid hafid gaett ykkur a tarna i januar hhhmmm;) gangi ter vel a lokasprettinum!!! Heida Hannesar
Vona að fólk hafi ekki tekið þessu sem hótun! En gaman að heyra að e-r nennir að skoða og takk, Hrund, f. samlíkinguna við Línu, ekki leiðum að líkjast!!!
Skrifa ummæli