sunnudagur, maí 28, 2006

Straumurinn lá til vinstri

Fólk er kannski loksins að átta sig á því að hægri og miðkokteillinn er ekki hin fullkomna blanda og tími sé til kominn að leyfa öðrum kokteilum að spreyta sig í að lappa upp á sveitarstjórnir þessa lands. Mun þó ekki fagna almennilega fyrr en vinstrið hefur einnig hreiðrað um sig í stjórnarráðinu. Í það skiptið mun ég leggja á mig að fara á kjörstað hvar svo sem ég verð stödd þá.
Annars er ég svona nokkurn veginn á barmi taugaáfalls yfir ritgerðinni minni og er hún nú í mati hjá Ericu frá Kirgistan sem er "researcher" við Háskólann. Er í alvörunni farin að íhuga að skila í ágúst, aðallega námslánin sem eru að koma í veg fyrir þá hugmynd. En best að fara að vinna í smá damage control á ritgerðinni í staðinn fyrir að kvarta hér.

Engin ummæli: