Það er föstudagskvöld. Mér leiðist voðalega. Ekkert rokk og ról þessa helgina enda ritgerðardruslan á lokasprettinum.
Svíar virðast vera voðalega hrifnir af Uppstigningadegi, taka alveg 3 daga í að halda upp á hann. Hafa líklega verið glaðari en aðrir þegar Jesús blessaður dreif sig til himna. Bókasafninu var alla vega lokað snemma í dag og er lokað á morgun. Kann ekki aðra skýringu á þessu en að það sé annar og þriðji í Uppstigningu! Kannski var Jesús svona lengi að koma sér inn fyrir himnahliðið, hvað veit maður. Ætli hann hafi ekki verið að reyna að sannfæra Guð að hann hafi ekki verið að syndga með henni Maríu Magdalenu eins reynt er að telja manni trú um þessa dagana.
Annars er ég með örlítið samviskubit yfir að hafa ekki nýtt mér lýðræðislegan rétt minn og kosið utankjörstaðar í þessum sveitastjórnarkosningum. Nennti bara ekki né tímdi að gera mér sérferð til höfuðstaðarins, Stokkhólms, til að kjósa. Ef Kristján fokking Júlíusson kemst í bæjarstjórasætið eina ferðina enn á minn kostnað þá verð ég ill við mig sjálfa. Býst svo sem við því að það muni muna meira en mínu atkvæði. Veit annars ekkert hvað ég hefði átt að kjósa þó að það komi nú kannski ekki margt til greina hjá manneskju haldin krónískri vinstrimennsku. Var annars búin að velta því fyrir mér að hafa samband við einhvern flokkana og biðja þá um lestarferðarstyrk til Stokkhólms svo ég gæti nú kosið, fátækur námsmaðurinn. Maður fær nú fregnir af því að þetta sveitarstjórnarlið vaði í peningum í kosningaslagnum svo ætli einn lestarmiði hefði nokkuð verið mál.
Held ég fari annars bara að sofa í hausinn á mér (hví segir fólk þetta?!?!)
Tútilú
föstudagur, maí 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
mikid er eg sammala ter med Kristjan Jul...arg eg er verd illa brjalud ef hann verdur kosinn. List annars vel a hugmyndina tina um ad madur hefdi att ad fa ferdastyrk til ad fara og kjosa en eg gerdi einmitt eins og tu...t.e. kaus ekki...
gangi ter vel a loka lokasprettinum;) vonandi tokst ter ad "sofa i hausinn a ter"...og neibb eg hef ekki hugmynd afhverju folk segir tetta;) Heida Hannesar
Skrifa ummæli