Þá erum við formlega orðin lélegasta Norðurlandaþjóðin í Júróvision. Fúlt. Ég er samt glöð að Finnar unnu þetta loksins, tími til kominn eftir að hafa verið með í næstum 50 ár og hafa aldrei komist ofar en 7. sætið. Gleður mig líka óstjórnlega að Carola hafa bara verið í 5. sæti eftir að hafa verið spáð sigri. Hún fór í fýlu og fór ekki í eftirpartýið. Var búin að láta hafa eftir sér að ekkert annað en sigur kæmi til greina. Hún er geðsjúk. Gjörsamlega óþolandi karakter. Sem sé, ekki er allt gott sem er sænskt (sbr. sömuleiðis færslan um sniglana).
Ég fór líka í fýlu þegar Silvía datt út og horfði ekki á keppnina sjálfa í gær. Fórum og fengum okkur hressingu á barnum í staðinn. Svíar eru greinilega jafn spenntir fyrir þessari keppni í Íslendingar, allt var tómt og útlendingar að vinna á barnum.
sunnudagur, maí 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli