laugardagur, maí 20, 2006

Ekki er allt vænt sem vel er grænt

Oj, oj, oj, oj...
Ógeðslegu grænu stóru sniglarnir með húsi og öllu eru komnir. Fékk næstum flog áðan þegar ég var að labba og var næstum búin að stíga á einn. Má ég þá heldur biðja um brúnu, litlu, húslausu, íslensku sniglana.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei hættu nú alveg Anna mín, þetta eru æðislegir dúllurassa sníglar. Þú verður nú að reyna að sjá það!! Annars upplifirðu ekki sænska drauminn til fullnustu.
Annars allt gott að frétta héðan, við systur ætlum að fara á júróvisíon ball á nasa í boði Eika frænda sem þar mun stíga á stokk og syngja hinn víðfræga Gleðibanka með þeim Helgu Möller og Pálma Gunnars, ÖLL verða þau hvorki meira né minna en 20 árum eldri en þau sungu það í fyrsta skipti, fyrir.. tjah, 20 árum. Þar að auki mun hann syngja lífið er lag með hljómsveitinni MÓDEL.
En fyrst förum við í júróvisionpartý með palla hjá hommapari! Getur það verið betra?! (jú það gæti verið betra: við missum samt af sjálfu júróvisioninu út af spileríi. náum kannski í endann..) Já þetta var örugglega lengsta komment í heimi. Til hamingju Ísland. Ástarkveðjur frá Stínu og Laufeyju.