fimmtudagur, maí 18, 2006
Jävla Europa
Náði að ná fleirum til að glápa á Júró með okkur Keit. Angela frá Kólumbíu og Tejal frá Indlandi sem vissu ekki í hvað þær voru að láta hafa sig og svo Tobias sem var búin að gera mikið grín að mér fyrir að horfa á þetta. Kom svo á daginn að hann hafði horft á sænsku undankeppnina og bankaði spenntur upp á hjá okkur og fylgdist með, með glampa í augum. Utan-Evrópubúarnir voru afar sjokkeraðir yfir Silvíu og fannst atriðið allt saman agalegt, Svíinn og Eistinn ekki jafn. Ég og Keit erum núna báðar í fýlu yfir því hvað Evrópa er glötuð álfa sem kýs lög eins og þau frá Írlandi og Tyrklandi en ekki okkar. Lýtaaðgerðarfríkið Carola komst þó að sjálfsögðu áfram með hina klassísku sænsku formúlu og vindvél og fána. Tobias gat verið glaður. Gerði þó mitt til að koma Silvíu áfram og gaf henni atkvæði mitt. Held að eina ráðið til að við komumst einhvern tíma úr þessari undankeppni sé að flytja alla Íslendinga af landi brott meðan keppnin er haldinn svo við getum kosið okkur sjálf. Kommon, meira að segja Finnland komst áfram og við getum ekki verið lélegri í Júróvision en Finnar...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Jamm, þetta er húmorslaus álfa, bömmer en ég er stolt af Silvíu okkar hvað svo sem aðrir púa
Mér fannst reyndar finnarnir flottir, það vantar eitthvað nýtt í þessa keppni! fannst Tyrkland, Litáen og Póland alveg glötuð lönd, man reyndar ekki hvort Pólland hafi komist áfram. Þessi gella sem söng fyrir Tyrkland ó mæ god, ef hún er ekki karlmaður í dragi þá veit ég ekki hvað!! hehe.
Meinti nu ekki ad Finnarnir i ar hafi verid alslaemir frekar svona ad benda a hvad Finnland hefur verid lelegt i Jurovision i gegnum tidina og thad var svo gott ad hafa e-n sem var alla vega verri en vid sem haegt var ad gera grin af. Er annars ad na mer e. svekkelsid. Se myndir af gratandi Silviu a forsidu götubladana her,mun vist e-d hafa kastast i kekki milli hennar og Carolu. Thyrfti ad fjarfesta i e-u bladana til ad komast til botns i thessu mali!
Meinti nu ekki ad Finnarnir i ar hafi verid alslaemir frekar svona ad benda a hvad Finnland hefur verid lelegt i Jurovision i gegnum tidina og thad var svo gott ad hafa e-n sem var alla vega verri en vid sem haegt var ad gera grin af. Er annars ad na mer e. svekkelsid. Se myndir af gratandi Silviu a forsidu götubladana her,mun vist e-d hafa kastast i kekki milli hennar og Carolu. Thyrfti ad fjarfesta i e-u bladana til ad komast til botns i thessu mali!
Skrifa ummæli