laugardagur, maí 13, 2006
Celebrities
Var að bæta hér inn nokkrum tenglum til hliðar, vona að öllum hlutaðeigandi sé sama um að ég hafi sett þá hér inn, ef ekki þá látið bara vita. Sömuleiðis ákvað ég að setja inn nokkrar skemmtilegar síður sem hægt er að skoða þegar þið eigið t.d. að vera að skrifa ritgerð, varist þó Háskóla linkinn, hann er ekkert skemmtilegur. Það skal engan undra að mitt sérsvið í Trivial séu bleiku spurningarnar, svo virðist sem fræga fólkið sé mitt helsta áhugamál. Sem mastersnemi í alþjóðafræðum myndi maður ætla að ég lægji yfir Time og Forreign Affair og öðrum merkum ritum, en nei, fremur les ég sögur af óléttu Britney og vangaveltum um hvenær Angelina og Brad ætla að gifta sig. Ef þið vitið af mastersnámi í frægafólksfræðum látið mig þá endilega vita, það væri eitthvað sem ég yrði í alvöru góð í.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli