miðvikudagur, maí 17, 2006

Sjarmerandi þjóðarbókhlöðubókavörðurinn í lopapeysunni

Man einhver eftir sæta bókasafnsverðinum á Þjóðarbókhlöðunni? Hann var hávaxinn og frekar slánalegur, með skollitað, lubbalegt hár, oft í lopapeysu og sérlega kurteis... Hann hef ég nokkrum sinnum talið mig sjá hér í Uppsala en talið að um missýn að ræða. Á bókasafninu í dag (sem ég b.t.w. eyddi rúmum 10 klst á í dag) sá ég kauða skýrt og greinilega. Reyndi að vekja athygli á bókinni um Ísland sem lá á borðinu mínu en hann veitti henni enga athygli þegar hann stormaði fram hjá (b.t.w. enn í lopapeysunni). Alla vega, alltaf gaman að sjá kunnugleg andlit, sérstaklega ef andlitin eru fríð!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vó en hvað þetta er lítill heimur! já hann var frekar huggulegur, sá hann einu sinni með konu og barni og fannst hann taka sig vel út sem íslenskur faðir.