Nokkurn veginn svona lítur líf mitt út þessa dagana. Starandi á tölvuskjá, umkringd bókum, bland í poka og Aysu.
Talaði annars við Ashok í dag og skv. honum á ég alls ekki langt í land, aðeins eftir að betrumbæta hitt og þetta. Sem ég auðvitað nenni ekki en reyni þó að gera.
Fengum í dag fyrirlestur um það hvernig sækja skal um mastersgráðu í hinu sænska menntakerfi. Það er víst ekki nóg að klára alla áfanga og skrifa mastersritgerð heldur þarf maður að skrifa umsókn og skila inn alls kyns fylgiskjölum til að fá gráðuna. Merkilegt alveg hreint. Sænskurinn er víst hrifinn af skrifræðinu sínu og því skal ei hallmæla.
Fór annars á DaVinci Code í gær. Tja, ekki kannski það besta sem í boði er en ágætis afþreying. Djöfull er Tom Hanks samt óþolandi. Djöfull er amerísk kvikmyndatónlist óþolandi. Djöful er ég glöð að Tom Hanks og Amilie-stúlkan kysstust ekki eins og þau gerðu í bókinni, það hefði valdið mér ógleði. Það sem var merkilegt við þessa bíóferð að sænskurinn klappaði að lokinni sýningu. Veit ei hvort hann hefur haldið sig vera á frumsýningunni á Cannes eða bara verið svo frá sér numinn af gleði yfir að myndin var búin eða fundist hún í alvöru svona góð. Maður spyr sig!
Eftir að hafa sötrað eitt hvítvínsglas á Norrlands-nation, hjóluðum við Alec heim á leið. Akkurat þegar við höfðum stigið á bak hjólhesta okkar byrjaði að rigna, svo kom elding, svo koma þruma svo miklu, miklu, miklu meiri rigning. Þegar maður hjólar í mígandi rigningu í tæpan hálftíma verður maður blautur. Mjög. Sá þó mína fyrstu eldingu í lífinu en ekki bara flassið. Fannst þetta því allt frekar spennandi. I-podinn var þó næstum drukknaður í töskunni, en hafði það af. Guði sé lof, er orðin svo háð þessu tæki að ég get varla farið út með ruslið án þess að hafa hann með í för.
þriðjudagur, maí 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hvernig er hægt að skrifa ritgerð og vera í gallabuxum? í mínum heimi krefjast ritgerðaskrif náttbuxna
Skil hvað þú meinar, elsklingur, en væri þó eflaust búin að tapa geðheilsunni ef ég væri búin að vera ein heima í náttbuxum í einn og hálfan mánuð. Nema þú viljir að ég mæti í náttbuxum á bókasafnið, veit ekki alveg hvort að lagastúdentar yrðu sáttir við mig þá, að vanvirðar bókasafnið þeirra með þeim hætti.
Merkilegt! Hér heima heyrðust líka nokkur lófatök (ekki mörg þó) í lok myndarinnar, ég var alveg bit. Og kysstust þau í bókinni? gott ég var búin að gleyma því. Fékk frímiða á myndina og mætti þó ég væri ekki mjög spennt. En svo var ég hvort eð er búin að gleyma öllu úr bokinni og tom hanks fór ekki jafn mikið í taugarnar á mér og vanalega svo þetta var bara fín upprifjun á því hvað kirkjan er skítleg.
Skrifa ummæli