fimmtudagur, maí 18, 2006

Evróvision

Þá er stóra stundin runnin upp! Júróvision í kvöld...Það eru þó ekki allir jafn spenntir og ég fyrir þessu og fólk er búið að gera grín af mér í allan dag þegar ég hef verið að reyna að fá fólk til að horfa á þennan stórviðburð með mér. Hlæja bara að mér bölvuð! Segja að það séu bara hommar sem horfi á þessa keppni. Nei, ó nei, ekki á Íslandi og að því er virðist ekki heldur í Eistlandi. Keit var sú eina sem tók vel í að horfa á þetta með mér. Eistland og Ísland eru líka bæði í undankeppninni svo við getum fylgst spenntar með. Býst nú ekki við að Silvía blessunin komist í alvöru keppnina svo maður verður að láta þessa sér að góðu verða. Eistarnir réðu til sín sænska slagersöngkonu sem hlýtur að falla í kramið hjá Evrópu. Verð ótrúlega tapsár ef Eistland kemst áfram en ekki Ísland...

Engin ummæli: