26 bls búnar, 14 eftir.
Húrra!!! Það er komin rigning, m.a.s. fylgja þrumur og eldingar með. Allt í einu er orðið fremur huggulegt að sitja inni og skrifa ritgerð, drekka te og heyra rigningardropana falla og stöku þrumur í fjarska. Mun betra en að sitja sveittur við skrifborðið, blindaður af sólinni og með hugann við alla brunkuna sem maður er að missa af. Sólin má þó koma aftur fljótt en ekki þó fyrr en ég er búin með alla vega 30 bls.
fimmtudagur, maí 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli