miðvikudagur, maí 03, 2006

Raunveruleikinn tekinn við

Er búin að vera vakandi í 2 klst, búin að hugsa um það í svona 1 tíma og 45 mínútur að fara að byrja að skrifa ritgerðina. Það er erfitt að koma sér aftur í gírinn. Tók mig 2 daga að jafna mig eftir átök sunnudagsins, maður er greinilega orðinn of gamall fyrir svona lagað. Ætlaði á bókasafnið í gær, en fyrst fór ég í kaffi til Aysu. Endaði með því að við elduðum góðan mat og gláptum á video og hlógum og hlógum að öllu því sem átti sér stað á sunnudaginn. Aldrei komst ég á bókasafnið! Um kvöldið var svo Cheong búinn að biðja okkur um að halda upp á afmælið sitt með sér á einni nation. Auðvitað varð maður að fara þangað. Það er erfitt að vera þekkt sem alræmdur partýpinni, allir ætlast til að maður sé alltaf til í glens. Þetta var hins vegar stutt stopp og sá eini sem varð eitthvað kenndur var afmælisbarnið sjálft, hann var asskoti hress!
En, jæja, best að drulla sér að skrifa nokkrar línur um þorskastríðið...

Engin ummæli: