miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Flutt til Stokkholms

Jaeja, thá er víst komid ad smá bloggi. Svo skemmtilega vildi til ad tölvan min hrundi thegar eg var i Gautaborg um helgina svo nu er eg ad skrifa a tölvuna hennar Aysu. For med tölvuna til laekningar i gaer og vona eg ad thad muni ekki kosta 1 nýra til ad gera vid hana.
Er nu alveg flutt til Stokkholms og hef komid mer nokkud vel fyrir. For i IKEA i gaer og keypti inn i herbergid helstu naudsynjar. Nu litur herbergid mitt ut eins og IKEA utstilling, kannski ekki eins fansy samt.
Her er buid ad rigna eldi og brennisteini sidustu daga og vard nedarjardarlestarlinan min fyrir eldingu i fyrradag og la nidri i dalitinn tima. Sem se litid um sumar og sol thessa dagana og eg sem aetladi ad na i hjolid mitt til Uppsala i vikunni og hjola hingad en thad eru taepir 70 km og ekki nenni eg ad eiga i haettu ad verda fyrir eldingu a leidinni.
Eg byrja ad vinna a manudaginn en eg for i dag til ad skrifa undir samning svo thetta er allt komid a hreint. Mun fa adeins haerri laun en eg helt svo eg er i agaetis gir tho eg se ekkert a neinum Kaupthingsbankastjora launum. Mun alla vega geta keypt mer eina og eina lufsu og jafnvel geta borgad fyrir vidgerdina a tölvunni.
Held eg lati thetta gott heita i bili. Mun liklega lida eitthvad ad naesta bloggi en örvaentid eigi, eg er a lifi, bara tölvan sem er lasin...
P.S. Verd svo ad finna nytt nafn a bloggid thar sem eg er ekki i Uppsölum lengur. Anna i Stokkholmi er ekkert fint nafn :(

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Vinna

Eftir 2 viðtöl hef ég nú verið ráðin til vinnu við Samsung Electronic Norden. Ég mun byrja þar 28. ágúst. Það versta við vinnuna er hvað hún er staðsett langt í burtu, tekur um 40-50 mín. að komast þangað, fyrst neðanjarðarlest, svo venjuleg lest og svo strætó. Loksins þegar ég flyt í miðbæinn þá fer ég að vinna í úthverfi sem er öfugt við það sem ég geri núna. Má annars ekki vera að þessu, þarf að halda áfram að þrífa íbúðina fyrir flutningana.

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Rigning

Svona er útlitið í Uppsala þessa stundina. En hvað ég er afskaplega fegin að hafa að mestu sloppið við rigninu í sumar. Samúð til þeirra sem hafa upplifað reykvískt sumar þetta árið. Svona veður gerir mig lata og leiða. Lagði mig eftir vinnu, sem ég geri annars aldrei, og það hefur gert það að verkum að ég er enn þá geðvondari en áður.
Er annars að fara að flytja héðan á miðvikudaginn, finnst það fremur sorglegt svo ekki sé minnst á hve leiðinlegt það verður að þrífa og pakka. Vantar múttu til að hjálpa mér...

laugardagur, ágúst 12, 2006

Elli og hárvöxtur

Sökum vinnu minnar hef ég mikið hugsað um það að eldast. Verð að viðurkenna að það þykir mér lítið tilhlökkunarefni; Bleiur, þvagleggir, maukaður matur, bjúgur og æðahnútur. En það sem mér þykir sérlega áhugavert er hvernig hárvöxtur flyst á milli svæða. Höfuðhár þynnist eða hverfur sem og hár á löppum og höndum sem og á viðkvæmum svæðum. Hins vegar sprettur hár út úr nefi, eyrum, á nefinu sjálfu, á hökunni og á kinnum (hér erum við að tala um konur). Hver ætli sé ástæðan fyrir þessu? Fór bara að hugsa um þetta þegar ég keypti rakvélar fyrir eina konuna sem er bara 65 og notar þær til að raka á sér hökuna. Já, það er skemmtilegt að eldast ekki satt?

föstudagur, ágúst 11, 2006

Enn ein Stokkhólmsferðin



Fór til Stokkhólms í gær eftir vinnu því Tobias hafði komið óvænt þangað frá Bandaríkjunum og gisti hjá okkur í ástarhreiðrinu. Fórum því út í gær og rifjuðum upp gamla, góða tíma í Uppsala.
Ég hata dót! Ég hata að flytja dót. Í hvert skipti sem ég fer til Stokkhólms reyni ég að taka eins mikið með mér og ég get því engan hefur maður bílinn hér til að ferja ósköpin. Ég þarf því að dröslast með þetta frá einum strætónum í annan, í eina lestina í aðra. Held að handleggir mínir hafi lengst um nokkra sentimetra við að bera draslið. Er búin að fara 3 ferðir en samt sést varla högg á vatni. Athuga skal að hingað kom ég síðasta haust með sirka 30 kíló. Skil ekki hvernig hægt er að sanka að sér svo miklu dóti á svo skömmum tíma og taka ekki einu sinni eftir því. Viðurkenni alveg að ég hef keypt mér nokkrar spjarirnar í H&M en varla eru það bara þær sem síga í.
Fór í þetta viðtal í dag og gekk bara vel. Býst við að þeir sem eru að ráða í djobbið þurfi að tala við mig sjálfir á dönsku til að sjá hvort ég kunni hana í alvörunni. Held ég reyni að tala dönsku fram að því... Þetta er einhvers konar skrifstofuvinna fyrir Samsung, ekkert draumadjobb kannski en djobb engu síður og maður þarf nú að hafa fyrir salti í grautinn (sem og fleiri H&M spjörum, bjórum, skóm o.s.frv.).
Vinna á morgun klukkan 7, svo ekkert tjútt í kvöld....
God natt

mánudagur, ágúst 07, 2006

Danska

Fékk hringingu áðan frá einhverri af þessum vinnum sem ég er búin að vera að sækja um í Stokkhólmi. Man ekki alveg hvað þetta var en einhvers konar skrifstofuvinna þar sem eitt skilyrðið var að kunna dönsku eða finnsku. Að sjálfsögðu sagðist ég vera fúlbufær í dönsku enda var ég það einu sinni. En athugið; það var fyrir 6 árum og eftir það hef ég varla notað hana sem og þegar ég reyni að segja nokkur orð á dönsku koma þau á sænsku út. Konan í símanum spurði hvort ég kynni ekki örugglega dönsku og auðvitað sagðist ég gera það. Hljóp beint á bókasafnið og tók mér bók á kartöflumálinu og ætla að reyna að lesa upphátt úr henni til að komast í gírinn. Ætti kannski að reyna að tala dönsku í vinnunni fram að viðtalinu....Það versta er að ef ég myndi fá svona vinnu þar sem ég þarf að tala bæði dönsku og sænsku enda ég með að tala hið afar ósjarmerandi tungumál skandinavísku. En höfum áhyggjur af því síðar...
Farvel

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Helgin

Þá er ég komin aftur heim til Uppsala eftir að hafa eytt helginni í hinni íbúðinni minni, þ.e. í Stokkhólmi. Hér að ofan erum við Erica og spænskur sjarmör sem Erica hitti í síðustu viku. Þessi mynd er tekin í bát sem er við höfnina í Kungsholmen (hverfið mitt) sem er voða fansý bar.
Svo var Gay pride í gær sem var ótrúlega skemmtilegt að sjá og sá ég á mbl.is áðan að gangan í Stokkhólmi hafði verið sú stærsta þar frá upphafi.
Hann Castró er sko ekkert veikur, hann skellti sér bara til Stokkhólms til að taka þátt í göngunni.
Að sjálfsögðu var IKEA með eigin vagn.
Fórum svo á kaffihús á eftir og hittum Ericu.
....og svo út um kvöldið. Hér má sjá stofuna mína. Íbúðin er orðin alveg ótrúlega fín og er ég farin að hlakka mjög mikið til að flytja.
Nenni ekki að skrifa meir...

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

CSI í Uppsala!?!

Í gær var ég næstum orðin vitni af einhverju sem hefði heltekið drauma mína næstu árin og skotið upp í hugann í hvert skiptið sem ég væri í krípí aðstæðum...

Fór í vinnuna klukkan 3 í gær. Þá vorum við tvö sem komum í vinnuna þá beðin um að fara að athuga með eina gamla konu sem bjó í nágrenninu. Þessi kona fær annars enga hjálp frá okkur en hefur svona öryggishálsmen með hnappi á sem hún getur ýtt á ef eitthvað kemur fyrir og þá mætum við á staðinn. En í gær hafði bróðir þessarar konu hringt á skrifstofuna og hafði ekki heyrt frá systur sinni í 2 vikur sem honum var farið að finnast ansi langur tími. Við tókum sem sé lyklana sem við höfum að íbúð konunar og héldum af stað en bjuggumst bara við að hún nennti ekki að svara í símann eða hefði farið í ferðalag því hún er almennt frísk kona þó gömul sé. Þegar við komum í stigaganginn fann ég vonda lykt, svona eins og af gömlu rusli, en spáði svo sem ekkert í það. Við komum svo að dyrunum og ég opnaði fyrstu hurðina, en hér eru oft 2 hurðir svona til öryggis býst ég við. Pósturinn lá á milli hurðana og ég sá að 2 Dam Tidning lágu þar en þau koma bara 1x í viku. Af einhverjum ástæðum gátum við ekki opnað innri hurðina svo við snérum aftur á skrifstofuna. Bróðir konunar var látin vita af þessu og hann hringdi í lögguna sem fór á staðinn og fékk lyklana hjá okkur en gat opnað ólíkt okkur. Þeir komu að henni þar sem hún lá dáin rétt við dyrnar. Þar hafði hún legið í 2 vikur. Í hitabylgjunni.
Fæ þvílíka gæsahúð að hugsa um ef ég væri ekki svona klaufsk við að opna með lykli. Af lyktinni að dæma sem var um allan stigaganginn hefur þetta ekki verið fögur sjón. Hef stundum hugsað um hversu óhugnalegt það væri að koma að einhverjum dánum en aldrei ímyndað mér að maður gæti lent í hálfgerðu CSI drama.
Allir þeir sem eiga gamla ættingja sem búa einir; Hringið í þá oftar en 2 í mánuði....
Afskaplega er ég líka fegin að vinna ekki í löggunni.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Ömmi

Var að bæta hér inn tengli á hann Ögmund Jónasar. Ég, sem harður sósíalisti, fæ gæsahúð og fyllist eldmóð við að lesa pistlana hans. Sömuleiðis er maðurinn helsta átrúnaðargoð Sólrúnar, og minnist ég þess þegar við stóðum við hlið hans fyrir framan Bandaríska sendiráðið þar sem við vorum að mótmæla Íraksstríðinu og Sólrún óskaði sér heitt að hún hefði myndavél til að smella mynd af goðinu þar sem hann stappaði fætinum í jörðina og æpti ókvæðis0rðum að Könunum. Vona að þið gefið ykkur tíma í að kíkja á þetta...

Gamla Torget

Hér inni eyddi ég skólaári mínu í Uppsala. Nú er Martina að vinna hér sem lærlingur (launalaust) og hefur fengið vinnu þar í 2 mánuði eftir það. Við fórum út að borða í gær, þar sem Martina greyið var að farast úr stressi því hún fékk fyrst að vita í dag hvort hún fengi að vera lengur.
Mér finnst allir bekkjarfélagar mínir héðan vera að farast úr stressi yfir framtíð sinni. Gott að mennta sig mæ as!