Verð aðeins að fá útrás fyrir pirring minn hér eins og endranær. Lofa að brátt mun ég koma með hamingjuríka og jákvæða pistla.
En mér finnst afar óþolandi þegar stjórnmálamenn geta aldrei viðurkennt að þeir séu fúlir yfir kosningum. Allir þylja þeir upp sömu rulluna, að þeir geti vel við unað og í raun sé útkoman ákveðin traustsyfirlýsing við flokkinn og hans störf og blablabla. Hvernig get t.d. Vilhjálmur og co. í D í Reykjavík, sagt að skilaboðin séu skýr vantraustyfirlýsing á R-lista flokkana og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið góðan sigur, þegar lokatölur voru langt frá væntingum um meirihluta. Hinir lítið skárri. Allir kveðast hafa unnið og geta unað sáttir við sitt. Auðvitað eru allir drullu fúlir. Allir vilja alltaf meira. Hvernig væri að segjast vera vonsvikinn. Við viljum hreinskilni en ekki endalaust sama tuðið úr öllum fylkingum. Verið tapsár og kvartið, það myndi kannski gefa þessum sirkus öllum í kosningar raunverulegri mynd.
sunnudagur, maí 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli