Kl. 10. Fylgst með kappsiglingunni. Fyrsta glas af freyðivíni drukkið.
Kl. 11. Svalirnar hjá Aysu. Nokkur freyðivínsglös drukkin sem og jarðaber étin. Einstaklega staðgóður morgunverður.
Kl. 12. Ekonomikumparken. Veigar af ýmsum gerðum innbyrgðar sem og óhollt snakk úr öllum áttum. Hádegisverður sem stendur með manni langt fram á kvöld.
Kl. 15. Röðin fyrir utan Snerikes nation. Ef vel er að gáð má sjá mig og Alenu bíða spenntar eftir inngöngu. Held við höfum beðið þarna í ca. klukkustund eða svo. Ekkert að því svo sem, eignuðumst skemmtilega vini í röðinni og fengum okkur öl, hressandi í kaffitímanum. Þegar inn var komið tók við allsherjargeðveiki þar sem allir voru vopnaðir kampavínsflöskum sprautandi í allar áttir. Varla þurr þráður á manni þegar út var komið seinnipartinn. Myndatakan lá svo að mestu niðri eftir það. Ljósmyndarinn var vant við látinn eftir þetta. Kannski sem betur fer, fólk var farið að skila öllum dýrindisveigunum í klósettið þegar leið á kvöldið. Ég hélt út til miðnættis en þá læddist ég heim án þess að kveðja neinn (það er orðinn nokkurs konar hefð fyrir því að ég láti mig hverfa án þess að kveðja kóng né prest). Tók leigubíl heim, en bílstjórinn var frá Stokkhólmi og rataði ekki neitt og keyrði mig í hinn enda bæjarins. REyndi að útskýra fyrir honum hvert hann skildi fara og það endaði með að við vorum farin að rífast en ég komst þó nokkurn veginn klakklaust heim, þó hann hafi látið mig úr dálítið frá heimili mínu. Líklega búinn að fá ógeð á mér. Maður var sem sé asskoti hress.
Morgundagurinn var hins vegar ekki mjög hress, lá í bæli mínu allan daginn og það sama má segja um bekkjarfélaga mína. En þetta var hins vegar æðislegur dagur, fengum frábært veður og allir sprækir framan af degi. Þó Svíar séu ekki þekktir fyrir að sýna sínar villtu hliðar, þá er óhætt að segja að þeir hafi verið eins og hinar verstu íslensku fyllibyttur þennan dag. Nú hafa þeir aftur sett um bindið og vatnsgreitt hárið og láta eins og ekkert hafi í skorist og bíða eftir Valborg 2007 til að hleypa villidýrinu í sér aftur út!
þriðjudagur, maí 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Vó það er aldeilis fyllerí !! frá morgni til kvölds úff... ég er orðin of gömul fyrir svona rosaleg fyllerí. Ég bjóst reyndar við 1.maí pistli frá þér en sé að þú varst of upptekin. ég eyddi deginum á svölunum í sólbaði :)
ja anna min.tad eru vist fleiri en islendingar sem sletta ur klaufunum.ekki hef eg tru a ad bilstjorinnhafi mikid vit i kollinum ef hann hefur verid buinn ad fa nog af ter,hann ætti ad vita hvernig restin af fjolskildunni er.jæja vid erum bara enn ad bida eftir krilinu og erum ordin ansi langeigd.tad a ad skoda malid a morgun,hvort hun verdur sett a stad-knus
ja anna min.tad eru vist fleiri en islendingar sem sletta ur klaufunum.ekki hef eg tru a ad bilstjorinnhafi mikid vit i kollinum ef hann hefur verid buinn ad fa nog af ter,hann ætti ad vita hvernig restin af fjolskildunni er.jæja vid erum bara enn ad bida eftir krilinu og erum ordin ansi langeigd.tad a ad skoda malid a morgun,hvort hun verdur sett a stad-knus
ekkiveit eg afhverju tetta for 2.tessar tolvur taka stundum af manni voldin
Skrifa ummæli