miðvikudagur, maí 10, 2006
Sérviska
Ég held að flestir sjái mig sem frekar venjulega manneskju, almennt fremur heila á geði og í andlegu jafnvægi (skv. ungfrú Gyðu Bergs alla vega). Hef þó áttað mig á ákveðinni sérvisku sem ég bý yfir. Ég virðist vera ófær um að kaupa venjulega hluti. Fattaði það áðan þegar ég var að vaska upp með nýju uppþvottahönskunum mínum, þeir eru large. Ég er með hendur í minna lagi. Þetta uppvask var ekkert sérlega auðvelt! Ástæðan fyrir að ég keypti þá er að þeir eru bleikir. Hanskarnir sem voru til í minna númeri voru gulir. Það er ekki nógu smart skiljiði! Fór þá að hugsa. Keypti mér tannkrem nýlega. Keypti túbuna sem var bleik þó hún væri helmingi dýrari en sú sem var hvít. Keypti mér kaffibrúsa til að hafa á bókasafninu, hann er fagurblár. Allir aðrir eiga silfraða sem kosta helmingi minna en minn, en nei, ég varð að eignast þann bláa. Tölvutaskan mín er rauð, átti svarta en fannst hún of boring og keypti mér nýja þó sú gamla væri í fínasta lagi. Sama um gleraugnahulstrið sem ég hef nýlega eignast. Það er með blómum, afskaplega huggulegt, hið gamla var brúnt. Brúnn er held ég leiðinlegasti liturinn í heiminum. Ég var að hugsa um að fjárfesta í stafrænni myndavél, fór á e-bay og fletti upp á bæði rauðum og bleikum. Mig langar ekki í silfraða, það er of venjulegt. Ætli við séum ekki öll örlitlir sérviskupúkar þegar uppi er staðið...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég held að þú sért líka litaglaðasta manneskja sem ég þekki:)
ja anna min.tu hefur nu alltaf verid svolitid spes.en a jakvædan hatt ad sjalfsogdu.vona a tad gangi vel hja ter framhaldid med lærdomin.eg er alveg svifandi um a skyi yfir fallegu ommustelpunni.knus fra okkur ollum.
Skrifa ummæli