þriðjudagur, maí 30, 2006

Prent og pjatt

Ákvað að skella eins og einni sumarmynd svona til að bæta fyrir neikvæðni síðustu daga. Er öll að koma til enda ritgerðin sama sem tilbúin og býst ég við með að fara með ósköpin í prentun á morgun. Þurfum að skila 10 eintökum af einhverjum ástæðum svo þetta verða um 600 blaðsíður sem maður þarf að punga út fyrir. Hér er þó ekki sama pjattið og í HÍ þar sem ósköpin öll eru bundin inn í fíneríis bókalíki sem tekur hálfan daginn að útbúa og kostar formúgu ef ég man rétt. Hér er bara prentað og heftað saman með einu hefti. Ekkert vit í að vera með eitthvað dútl í kringum þetta, eykur bara á pressuna á að hafa innihaldið gott, svona til að það eigi skilið að vera bundið inn.
Sit núna og er að reyna að hugsa upp titil til að skella á forsíðuna. Finnst ég þurfa að hafa eitthvern töff titil. Enn sem komið er hafa engar góðar hugmyndir litið dagsins ljós sem innihalda orðin Cod Wars, realism og international norms. Uppástungur vel þegnar.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ frænka,
Cod Wars: the return of realism
Cod Wars: realism strikes back
Cod Wars: Attack of the international norms
God Wars: a new realism
Cod Wars: the international norms menage
Cod Wars: revenge of the realism and international norms

Kemur thu å ættermotid...? Væri bara ekkert gaman ån thin. Eyvi bidur ad heilsa. Knus S

Anna Þorbjörg sagði...

Það er heldur betur metnaður lagður í þetta ungfrú feilafrí! Hef valið þann leiðinlega titil: The Influence of Realism and International Norms on the Outcome of the Anglo-Icelandic Cod Wars. Lítið spennandi en held þeir séu ekki móttækilegir fyrir neinu frumlegu þarna á Uppsala háskóla.
En auðvitað læt ég mig ekki vanta á ættarmótið, enda í e-s konar nefnd skv. upplýsingum Eyglóar, hef líklega skráð mig í það í ölæði fyrir 5 árum!!! Það verður stuð hjá okkur "unglingunum". Nú ert þú alla vega komin með þína stjörnu svo þú þarft ekkert að skammast þín eins og ég og mín systkini!!! Hlakka til að sjá ykkur bæði tvö.

Nafnlaus sagði...

hæ anna min.eg mundi reyna ad hafa silviu night eitthvad inni i titlinum.carola hvad.saum carolu lauslatu a kastrup,voda spennandi.eg held þu sleppir nu nokkurn veginn við nefndarstorf a motinu svo þið getið bara hagað ykkur einsog unglingar.en tið verðið nu ekki með neitt vesen samt.sjaumst hressar knus