Helvítis þrumuveður #/}"#~ (þetta eiga að vera blótmerki)
Eins og það var huggulegt meðan á því stóð þá var það minna huggulegt þegar ég var búin að poppa mér dýrindis örbylgjupopp og kveikti á sjónvarpinu til að horfa á Scrubs eftir erfiði dagsins. Þá var bara ekkert í sjónvarpinu nema snjókoma. Fékk nóg af snjó í vetur og kæri mig ekki um meira af slíku í bili. Hlýtur að vera þrumuveðrinu að kenna. Hvað er hægt að gera á kvöldin annað en að glápa á sjónvarp ef maður er forfallinn sjónvarpsfíkill? Læra? Nei, búin að fá nóg af því í dag. Skoða blogg? Búin að skoða öll sem mér dettur í hug í litlu pásunum sem ég hef tekið í dag. Þrífa? Allt enn fínt eftir þrifin fyrir nokkrum dögum, og ég verð nú að passa mig á að breytast ekki í mömmu mína og þrífa þegar ekkert er til að þrífa (sorrý múttí). Fara í labbitúr? Búin að því. Fara í heimsókn til e-s? Nenni ekki að vera social. Blogga sjálf? Tja, góð hugmynd, en dettur ekkert meira í hug til að tuða.
Sem sé, erfitt líf þegar manns traustasti vinur svíkur mann.
fimmtudagur, maí 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Baráttukveðjur úr borg óttans! Gaman að heyra frá þér
kv.
Sibbi
Skrifa ummæli