
Er annars bara róleg í kvöld, að hlaða batteríin fyrir átök morgundagsins. Fór í matarboð til Vibeke í gærkvöldi í gömlu íbúðina mína, og þar voru Svíarnir að tala um það sem við mætti búast á morgun. Þetta hljómar ansi mikið eins og þjóðhátíð, fyrir utan appelsínugulu 66° N pollagallana og Árna Jónsen. Gsm símar virka ekki vegna álags, drukknir unglingar veltandi um svæðið og moldarflag myndast í görðum bæjarins. Í kvöld er reyndar líka mikið djamm, kallað Kvalborg. Þó ég sé nú með þekktari partýpinnum í bekknum, hef ég samt mín takmörk og held mig heima í kvöld. Ætli sænska ríkið græði ekki tá á fingri af áfengissölu um þessa helgi. Fór einmitt í Systembolaget (ÁTVR þeirra Svía)í dag og verslaði kampavín og öl. Beið í tæpan klukkutíma eftir afgreiðslu. Allt kreisí sem sé! Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer allt saman fram, afar spennandi finnst mér að byrja daginn með jarðaberjum og freyðivíni. Alla aðra daga væri það sterkt merki um áfengissýki á háu stigi, en á Valborg er víst allt leyfilegt. Gef skýrslu síðar...
2 ummæli:
hæ anna min.tetta var egill litli frændi tinn sem var svona snidugur i gær.voda fyndinn.sitjum og bidum eftir ad barnid komi i heiminn.ætlar greinilega ad lata bida eftir ser.knus og gangi ter vel.
ó mæ ó mæ, ég hef ekki lesið blogg í marga daga og greinilega búin að missa af miklu, katsja upp í lestrinum smám saman.
Allt gott að frétta, var á útskriftartónleikum laufeyjar á föstudaginn sem var yndislegt og spilaði svo með nix noltes á nasa í gærkvöldi á einhverri nýrri tónlistarhátíð sem lofar góðu. mikið stuð!
Skrifa ummæli