sunnudagur, maí 14, 2006

Afmælisbörn dagsins

Elskuleg stóra systir mín, Elma Óladóttir, er 30 ára í dag, ótrúlegt en satt. Hún er enn sem táningur í anda, sem og stundum í hegðun! Hún er byggingarverkamaður og málvísindamaður og gítarleikari og ýmislegt annað, tvímælalaust systirin með mestu hæfileikana (sorrí Dagga).
Elskulegur afi minn, Egill Jónasson, er 82 ára í dag. Held að kallinn sé einn sá góðhjartaðasti (er hægt að segja það???) í bransanum og syngur eins og engill og mikill hestamaður að auki! Vona að hann hafi það gott í Danmörku með nýjasta barna,barninu og öllum hinum.
Elskulegur forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, er held ég 63 ára í dag. Við erum hinir mestu mátar eftir að ég ræddi við hann um árið á árshátíð stjórnmálafræðinema, aðallega um Alþýðubandalagið að mig minnir. Held reyndar að það hafi aðallega verið ég sem sá um að tala og hann að kinka kolli kurteisislega. Hittumst svo á nýjan leik þegar hann bauð mér (sem og nokkrum öðrum reyndar) í kokteilboð heim til sín á Bessastaði. Hann minnist mín vafalaust því í miðri ræðu fór síminn minn að hringja. Í þá daga var ég mikill aðdáandi Destiny's Child og hafði hringinguna góðu Survivor, sem ómaði glatt um salinn. Það var frekar vandræðalegt verð ég að viðurkenna. (Takk Gyða, sem átti sökina að hringja).
Afmælisbörn dagsins, innilega til hamingju með daginn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með STÓRU systur!!! afi hefur það fínt með Bobba og Millu :) vorum að enda við að snæða dýrindis kjúllarétt að hætti Eyglóar, ummm! hringjum svo í Óla karilnn á eftir og tökum afmælissönginn ;)
p.s. þú gleymdir að minnast á brúðkaupsafmæli Frederiks og Mary ;)

Anna Þorbjörg sagði...

H-g gat ég gleymt stórvinum mínum Frikka og Mary? Hér með óska ég þeim innilega til hamingju með daginn!

Nafnlaus sagði...

Wodda! Var að gúggla sjálfa mig og kemur þá ekki þessi horbjóðsmynd upp. Eins gott fyrir þig að ég nái ekki í skottið á þér núna.