Ákvað að skella eins og einni sumarmynd svona til að bæta fyrir neikvæðni síðustu daga. Er öll að koma til enda ritgerðin sama sem tilbúin og býst ég við með að fara með ósköpin í prentun á morgun. Þurfum að skila 10 eintökum af einhverjum ástæðum svo þetta verða um 600 blaðsíður sem maður þarf að punga út fyrir. Hér er þó ekki sama pjattið og í HÍ þar sem ósköpin öll eru bundin inn í fíneríis bókalíki sem tekur hálfan daginn að útbúa og kostar formúgu ef ég man rétt. Hér er bara prentað og heftað saman með einu hefti. Ekkert vit í að vera með eitthvað dútl í kringum þetta, eykur bara á pressuna á að hafa innihaldið gott, svona til að það eigi skilið að vera bundið inn.Sit núna og er að reyna að hugsa upp titil til að skella á forsíðuna. Finnst ég þurfa að hafa eitthvern töff titil. Enn sem komið er hafa engar góðar hugmyndir litið dagsins ljós sem innihalda orðin Cod Wars, realism og international norms. Uppástungur vel þegnar.
















