Við Uppsala stúlkur brugðum okkur á barinn á þriðjudagskvöldið enda var það síðasta kvöld Aysu í Uppsala en hún flutti til Stokkhólms í gær. Nú erum við Martina bara tvær eftir svo varla verður mikið um útstáelsi þar sem hún er nú ekki mikill partýpinni. Kannski er það ágætt að taka því aðeins rólega í skemmtanalífinu til tilbreytingar.
Er í fríi í dag og er planið að vinna að CV-inu mínu en held að það sé ástæðan fyrir því að ég er að rembast við að blogga eitthvað. Alltaf gaman að því þegar maður á að vera að gera eitthvað annað sem ekki er sérlega spennandi. Held ég reyni þó að byrja núna...
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hey til hamingju með íbúðina! Hún er stórglæsileg :) Vonandi rætist draumur minn um að það sé því sem næst ókeypis að ferðast frá London og þá kem ég í heimsókn næsta vetur! Þá fyrst yrðu gerðir almennilegir skandalar í Stokkhólmi!
Geggjud ibud! Til hamingju med tad:) rosalega ertu annars brun...litur aedislega vel ut:) kk, heida H
Skrifa ummæli