Fékk langt helgarfrí þessa helgina, eina 3 daga, svo ég er enn laus við vinnu í dag. Ég og Aysu fórum til Stokkhólms á laugardaginn og áttum þar góða 2 daga í stórborginni og gistum hjá henni Ericu. Stokkhólmur er afar falleg borg þegar veðrið er svona gott eins og það var um helgina. Er því aðeins farin að verða spennt fyrir að flytja þangað í haust. Þó líka kvíðin þar sem ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera þar. Verð víst að fara að hugsa minn gang og fara að vinna í vinnumálum. Skoðuðum eina íbúð þar en hún var eiginlega lengst úti í rassgati svo við ætlum að reyna að finna eitthvað meira miðsvæðis. Gætum alveg eins búið í Uppsala ef við vildum búa langt í burtu, tekur hvort eð er ekki nema 40 mín. með lest héðan.
Ætla annars að eyða deginum í allsherjarþrif og henda alls kyns mat og skrítnum hlutum sem allt fólkið sem bjó hér meðan ég var á Íslandi skildi eftir. Hef lítið að gera með 4 tómatsósuflöskur og 5 kg af sykri.
Annars mæli ég með þessu feiknagóða myndbandi með David Hasselhoff, ætti að koma öllum til að brosa út í annað!
http://video.google.com/videoplay?docid=-3382491587979249836&q
=jump+in+my+car
mánudagur, júlí 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli