mánudagur, júlí 17, 2006

Fordómar

Af hverju þurfa blaðamenn enn þá að taka fram ef brotamenn eru af erlendum uppruna? Hverju skilar það öðru en að fólk heldur að allt það illa sem gerist á Íslandi (sem og annars staðar) sé útlendingum að kenna. Þetta er eins og þegar Dagur heitinn tók alltaf fram ef utanbæjarfólk hafði valdið einhverjum óskunda á Akureyri. Ekki til annars gert nema að valda meiri fyrirlytningu og vantrausti á öllum þeim sem eru ekki hreinræktaðir heimamenn. Svei sé íslenskri blaðamennsku!

Nauðgun kærð til lögreglunnar

Tvær sextán ára stúlkur leituðu til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan hálf eitt í nótt vegna nauðgunar, hefur önnur þeirra borið fram kæru. Fjórir menn eru í haldi lögreglunnar grunaðir um aðild að málinu. Mennirnir eru um tvítugt og eru allir af erlendum uppruna. Lögreglan segir að þetta sé mjög alvarlegt mál og er rannsókn þess á viðkvæmu stigi.
(Tekið af mbl.is)

Engin ummæli: