miðvikudagur, júlí 05, 2006

Hjólaferðin heim


Var að hjóla heim áðan eftir vinnu og tók nokkrar myndir svona til að sýna ykkur af hverju ég nenni að hjóla hálftíma á hverjum morgni og svo aftur tilbaka um eftirmiðdegi. Nú er auk heldur ótrúlega gott veður þannig að maður svífur áfram á rauða fáknum með bros á vör. Í morgun þegar ég renndi niður brekkuna frá Lilla Sunnersta varð á vegi mínum bambi, jók enn á væmnina!


Annars eru þetta eflaust hundleiðinlegar myndir svona fyrir aðra en mig en þar sem ég er nýbúin að fá myndavélina mína aftur vildi ég nú nýta tækifærið.

Var annars að koma úr klippingu. Fyrsta skiptið sem ég fer í klippingu í útlöndum og gekk það bara vel fyrir sig! En merkilegt er það hvað maður er alltaf ljótur í klippingu. Sat í forundran yfir því að ég hefði nokkurn tíma komist á séns eins og ég leit út þarna með blautt, sleikt hár í einhverjum klemmum og umvafin svartri skykkju!!! E.t.v. er það vegna þess að maður situr í hálftíma, klukkutíma og starir á sig. Spurning!
Síðan er ég að fara til Gautaborgar eftir vinnu á morgun að heimsækja hana Döggu litlu systur sem er þar í Nordjobbi. Það verður nú huggulegt að eyða helginni með henni og vona ég að veðrið haldi áfram að vera gott við okkur "Svíana".

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég gæti ekki verið meira sammála þér með ljótleika á klippingastofunni, þau hljóta bara að hafa einhver stérstök ljós eða sérstaka spegla til að láta manni líða eins og grýlu. Mér finnst ég til dæmis alltaf litlaus og glær þrátt fyrir að ég sé máluð!
Já ég skil líka vel að þú njótir sveitasælunnar á hjólinu, það sama fékk mig einmitt til að hjóla alla leið til Egaa, ekki það að það sé náttúra alla leið en bara að hjóla meðfram Riis skov fannst mér yndisslegt og róandi.

Nafnlaus sagði...

Gjorsamlega sammala ykkur stelpur med tad hvad madur er ofridur i klippingunni..eg var einmitt i klippingu a fostudaginn fyrir viku...algjor skelfin:( aedisleg leid annars sem tu hjolar!!! kv, Heida H