Þá er helgarferðinni til Stokkhólms lokið. Fór eftir vinnu á föstudaginn og dröslaði með mér vetrarfötunum mínum svona til að nýta ferðina. Verð að viðurkenna að það er frekar einmanalegt hér í Uppsala þessa dagana þegar Aysu er farin og því mjög gott að gera eitthvað skemmtilegt eins og fara í borgarferð. Íbúðin okkar er fremur tómleg en þó hugguleg og gaman að "eiga" sér bústað í Stokkhólmi þó það sé ekki jafn gaman að vera að borga 2 leigur á sama tíma. Fórum að sjálfsögðu á lífið og fyrra kvöldið héldum við okkur við Kungsholmen (hverfið okkar) og er ekki amalegt að vera í göngufæri við barina. Það sem toppaði það kvöldið var þegar við hittum Stokkhólm Tobias á einum barnum. Hef e.t.v. minnst á hann við einhvert ykkar en hann er afar hrokafullur gaur sem þekkti eiginlega aldrei í bekknum og vildi í raun ekkert vera að eyða tíma í okkur. Hann var sömuleiðis afar dónalegur þegar við vorum í mastersvörnunum og drullaði yfir ritgerðina hennar Keit og sagðist hafa fellt hana ef hann myndi ráða. Rétt þykir mér að benda á að Stokkhólms Tobiasi skal ekki ruglað saman við Tennis Tobias sem er vænsti drengur! Alla vega, þá var hann þarna á þessum bar ekki sem gestur heldur sem glasabarn! Ég er nú sú síðasta að dæma fólk fyrir að vinna heiðarlega vinnu hver svo sem hún er en þar sem þetta var gaurinn sem rigndi upp í nefið á og þóttist allt vita var það hin mesta skemmtun að horfa á hann troðast í gegnum mannfjöldann með glasagrindurnar. Hann varð fremur lúpulegur greyið þegar hann sá okkur og það fyrsta sem hann sagði væri að hann væri þarna í aukavinnu. Alla vega, fannst okkur þetta sjúklega fyndið, veit ei um ykkur sem ekki þekkja til fýlupúkans!
Á laugardagskvöldinu fórum við svo alveg í miðbæinn á einhverja plebbastaði. Vá, hvað það er til mikið af ungplebbum í Stokkhólmi. Maður roðnaði niður í tá að lufsast þarna um í H&M leppunum sínum meðan píurnar svifu um í Karen Millen dressunum sínum með Burkin töskurnar sínar (eða eitthvað!). Held við munum halda okkur frá þessum stöðum í framtíðinni, má ég þá heldur biðja um klósettfýluna á Grand Rokk!
Fínasta helgi sem sé, það verður stuð að flytja eftir 3 vikur...
mánudagur, júlí 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jújú, þetta finnst mér mjög fyndið og efast ekki um að ykkur hafi verið svolítið skemmt að sjá hrokagikkinn vera glasabarn! Láttu mig vita þegar þú getur skypað! Ég er oft heima, s.s. við tölvu. Knúsar.
Skrifa ummæli