fimmtudagur, júlí 13, 2006

Drottningholmvägen

Fór til Stokkhólms í gær til að skoða íbúðina okkar. Hún er alveg ótrúlega flott, svo flott að ég trúi varla að við séum að fara að búa þarna. Allt er stórt og bjart en því miður líka tómt. Þurfum að versla allt inn í hana sem mun verða dýrt spaug og frekar frústrerandi að kaupa allt draslið þegar maður á fullt af því heima á Íslandi. En það verður líka gaman að kaupa húsgögn og húsbúnað, því það er jú sjaldan leiðinlegt að versla. Thorildsplan er sem sé Tunnelbana stöðin mín og húsið sem sést í bakgrunni er húsið mitt.
Bláa herbergið hér fyrir ofan er herbergið mitt. Það er nú ekkert sérlega stórt, örugglega tæplega 10 fm2 en alveg nóg.
Þetta er svo stofan þar sem við sjáum fram á að halda nokkur teiti enda fullkomið partýpleis!
Og loks varð ég að setja mynd af eldhúsinu sem er fullkomið. Allt nýtt og fínt og snyrtilegt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá til hamingju! Virðist vera fínasta íbúð!