Var í fríi í dag eftir að hafa verið að vinna alla helgina. Er enn spennt fyrir nýju myndavélinni minni svo ég ákvað að taka nokkrar myndir svona til að útskýra hinn æsispennandi dag í mínu lífi! Hér að ofan er aðalbygging háskólans, en þurfti að fara á skrifstofuna (sem er reyndar í húsi hliðina á) til að athuga hvernig prófskírteininu mínu gengur að komast í gegnum sænska búrókratið en hef ekki enn fengið það í hendur eftir að hafa beðið í rúman mánuð. Kallinn sem sér um þetta er víst í sumarfríi svo ég verð að bíða eitthvað með að hafa sannanir í höndunum að ég sé í raun "meistari í listum".
Fékk mér svo kaffi og skrifaði vinum og ættingjum bréf og póstkort. Afar huggulegt í sólinni get ég ykkur sagt sem hafið lítið séð af þeirri gulu í sumar.
Michael Jackson eftirherma skemmti svo gestum og gangandi í miðbænum. Asskoti efnilegur alveg hreint.
Hér sést fákurinn góði við Fyrisåen en þar sat ég nokkra stund og las í bók (afar menningarleg).
Reyndi svo að fá mér smá brúnku í Uppsala Stadsträdgården. Tókst ekkert sérlega vel því skýin voru að þvælast fyrir.
Heim á ný.
Og blogg...og nú er byrjað að rigna, gott að ég slapp við það.
Vinna aftur á morgun, kannski ég ætti að taka myndir af því líka...en ætli sé ekki bannað að taka myndir af gamla liðinu til að birta hér
mánudagur, júlí 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli