Eins og ég var nú æst í að blogga hér í fyrstu er ekki það sama upp á teningnum núna. Held það sé af því að ég hangi ekki í tölvunni allan daginn og á að vera læra og "laumast" til að blogga í tíma og ótíma bara svo ég þurfi ekki að læra.
Ákvað svona þar sem ég nenni ekki að skrifa neitt skemmtilegt að láta inn nokkrar myndir af Stokkhólmsferðinni um helgina.
Hér efst er Erica á nota bene kaffihúsi við höfnina. Lét það ekki stoppa sig að svipta sig klæðum og reyna að ná smá lit.
Hér erum við Aysu á sama stað, en eins og sjá má er ég sú eina sem hélt í siðprýði mína og hélt flíkunum á mér.
Hér erum við svo að bíða eftir strætó á leið í bæinn. Eins og sjá má á léttum klæðaburði var Mallorka veður og jakkar skildir eftir heima.
Hér má sjá mig á Sergelstorg í pæjukjólnum sem ég festi kaup á 10 mínútum áður í H&M og rauðum hælaskóm sem sömuleiðis voru keyptir stuttu áður.
Meðan á myndatökum stóð var Erica töskugeymsla
Seinnipart dagsins var svo eytt í Kungliga Humlegården. Mysigt alveg hreint!
Nenni ekki meir...
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Djöfull ertu brún kona!! Ég er óvenju brún miðað við sjálfa mig en bara hvít miðað við þig hehe :) Þú lítur mjög vel út og virðist eiga heila helling af nýjum og pæjulegum fötum :) Þegar ég fæ útborgað skal ég líka kaupa mér eitthvað pæjulegt ;)
Rosalega flottur kjóll og skór, alger pæja. Anna mín ekki hætta að blogga, þetta er það fyrsta sem ég opna þegar ég kem í vinnuna.Gaman að fylgjast með og fá fréttir.
Skrifa ummæli