mánudagur, júlí 10, 2006

Stokkhólmur

Er komin með húsnæði í Stokkhólmi! Aysu hefur verið að leita eins og vitlaus væri síðustu 2 vikur og nú hefur það erfiði (hennar) borið árangur. Við erum að fara að búa með finnskri vinkonu hennar í miðbæ Stokkhólms í 4ra herbergja íbúð sem er 85 fm2. Hef sjálf ekki séð íbúðina þar sem ég er vinnandi kona og hef ekki tök á að skreppa til Stokkhólms si svona! Þær hafa hins vegar skoðað og lýst voða vel á. Nú ætti ég sem sé að fara að setja fullan kraft að fara að sækja um vinnur fyrir haustið svo ég hafi efni á leigu og öðrum lífsnauðsynjum.
En gleðin er alla vega mikil því það eru allir búnir að vera að hræða okkur á því að það sé lífsins ómögulegt að finna íbúð í Stokkhólmi, hvað þá í miðbænum.
Nú eru sem sé allir velkomnir til Stokkhólms í haust!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbúðina. Það reddast alltaf allt. Gaman að lesa og skoða myndirnar hjá þér. Það hefur ekki verið leiðinlegt hjá ykkur systrum í Gautaborg.
hafðu það svo áfram gott, ég hringi bráðum, þegar fer að róast hjá mér.

Nafnlaus sagði...

Halló Anna Þorbjörg!

Sá slóðina á síðuna þína hjá litla kút Höllu- og Gústasyni og ákvað að kíkja og kvitta :)

Lítur út fyrir að það sé voða gaman hjá þarna úti í Svíþjóð - væri til í smá af þessari sól hingað heim á skerið...

Vona annars bara að þú hafir það gott!
Bestu kveðjur, Brynja!