Ungir sjálfstæðismenn verja skattaupplýsingar
Ungir Sjálfstæðismenn reyndu að koma í veg fyrir að fólk skoðaði skattskrána á skrifstofu Skattstjórans í Reykjavík í dag, þegar álagning skatta á landsmenn var gerð opinber. Í ályktun sem stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi frá sér í dag er talað um opinberun gagnanna sem ósóma (tekið af Visir.is)Þegar fólk skammast sín fyrir að vera með of háar tekjur hvernig væri þá bara að biðja um launalækkun??? Af hverjum megum við sauðsvartur almúginn ekki vita hvað þetta lið er ríkt? Er svo sem bara verst fyrir okkur sjálf, pirrum okkur þá bara yfir hvernig er hægt að vera svona sjúklega ríkur þegar stór partur sömu þjóðar hefur vart í sig og á (svo ég tali nú ekki um meirihluta mannkyns). Af hverju þykir manni heldur ekki skrítið að það skuli vera plebbarnir í SUS sem eru með einhvert vesen yfir þessu en ekki t.d. ung Vinstri Græn? Spurning...
P.S. Ég fékk rúmar 500 krónur endurgreiddar frá Skattinum. Júhú...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli