Þurfti að panta leigubíl til að fara með hjólið mitt í viðgerð eftir vinnu í dag. Það fyrsta sem leigubílstjórinn segir þegar hann sér beyglað hjólið er; Hvernig gerðist þetta, varstu full?
Lít ég svona byttulega út eða hvað, að það fyrsta sem ókunnugum dettur í hug þegar þeir sjá mig er að ég hafi verið ofurölvi? En djöful asskoti var ég samt fegin að hafa ekki verið full og geta sagt nei. Hefði svo vel getað slasað mig á einhverjum þessum hjólferðum mínum eftir heimsókn á barinn.
En vondar fréttir af augasteininum mínum. Viðgerðarmaðurinn bjóst ekki við að hægt væri að gera við hann svo hann ætlaði að tala við tryggingarnar um hvað ætti að borga mikið upp í nýtt hjól. Fékk samt elskulegar móttökur á hjólaverkstæðinu. Fyrst tók á móti mér ungur piltur sem spurði mig strax og hann sá hjólið hvort það væri ekki allt í lagi með mig. Þetta endurtók sig þegar yfirmaður hans kom til að meta ástandið. Þeim datt sko ekkert í hug að spyrja hvort ég hefði verið full...
Er alla vega ekkert full þessa helgi enda að vinna frá 6:45 alla helgina og mánudaginn líka. Fúlt
föstudagur, júlí 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli