mánudagur, júlí 31, 2006

Nýja hjólið mitt

Sjaldan hef ég verið jafn glöð að keyrt var á mig og akkurat þessa stundina. Þar sem ekki var hægt að gera við gamla hjólið mitt var tryggingunum skylt að bæta mér skaðann með samskonar hjóli. Fyrir notaða hjólið mitt sem ég keypti á 1100 sænskar í ágústlok í fyrra fékk ég þetta splunkunýja hjól sem kostar um 4500 krónur. Um leið og ég sá nýja gripinn gleymdi ég med det samma hversu heitt ég hafði elskað REX. Já, svona er maður grunnhygginn, þegar eitthvað fínna býðst tekur maður því án þess að líta um öxl og snýr þar með baki við trausta gamla "félaganum" án þess að blikna.
Þetta er þriðja nýja hjólið sem ég hef eignast um ævina. Hef átt nokkur hjól en það voru yfirleitt notaðar druslur frá Elmu systur eða Siggu frænku. Fyrsta hjólið mitt var unaðsfallegt, gullt Winter hjól með hjálparadekkjum þegar ég var 5 ára sem ég fékk frá afa og ömmu í Kópavogi. Hjálparadekkin voru tekin af þegar líða tók á sumarið og ég tættist um Rauðumýrina og nágrenni. Annað hjólið fékk ég í fermingargjöf. Þá þótti móðins að eiga fjallahjól með karlastöng og slíkt fékk ég. DBS (DýrastaBestaSortin / DruslaBundinSaman o.s.frv.) Kilimanjaro. Það þjónaði mér vel og fylgdi jafnvel með þegar ég hélt í háskólanám í Århus (sem entist þó ekki nema í tæpa 2 mánuði, altso háskólanámið). Nú hefur því verið hent eftir rúma áratugsnotkun. Nú er það Triton Classic, sænsk gæða handsmíði, ekkert minna!
Ég er glöð :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uhe! Til lykke med den skønne cykel :)Já aldeilis fínn fákur þessi, ekkerst smá lúksus að svífa um á þessu í vinnunni ! Mitt hjól var einmitt punkterað í allan dag hehe aldeilis fínt.