Er í fríi í vinnunni í dag. En hvað það getur verið gott að sofa lengur en til rúmlega hálf 6.
Við Martina erum núna þær einu úr bekknum okkar sem erum eftir í Uppsala svo við kíktum aðeins út í gær. Ótrúlegt að það sé hægt að sitja undir berum himni að kvöldi til í hlýrabol og vera langt frá því að frjósa. Hér hefur sem sagt hitabylgjan frá mið-Evrópu hreiðrað um sig. Vona að hún komi næst við á Íslandi, mér heyrist ekki veita af því þessa dagana.
Er að hugsa um að skella mér í sólbað og reyna að ná mér í smá brúnku á bakhliðina, lýt þessa stundina út eins og súkkulaðikex, brún að framan, hvít að aftan. Veit ei hvort hægt sé að segja að ég sé góð báðum megin, meira svona bjánaleg
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli