fimmtudagur, júlí 20, 2006

Pottar

Er þetta ekki fallegasta pottasett sem þið hafið augum litið??? Festi kaup á þessum ævafornu sænsku pottum í dag hjá hjálpræðishernum á 90 krónur saman. Veit ég vel að þetta eru eflaust ekki þeir bestu pottar sem eru á markaðnum í dag, ekkert teflon sko, en fegurðin bætir það allt upp. Þeir mun sóma sér vel í Ástarhreiðrinu/The Love Nest (íbúðin í Stokkhólmi).
Annars er ég öll að ná mér eftir sjokkið í gær þegar keyrt var á mér, þó eitthvað mar sé nú að koma í ljós. Ég hef verið að spyrjast fyrir hvað það myndi kosta að gera við elsku hjólið mitt og það er örugglega meira en 10 þúsund kall (altso íslenskar). Vona að tryggingar kellingabeyglunar sem keyrði á mig muni vera góðar við mig og dekka allan kostnað.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sæl og bless anna mín...til hamingju með útskriftina og íbúðina...reynum að skypa fljótlega...knús habbý

Nafnlaus sagði...

Oh æðislegir pottar. En gott að þú komst heil á húfi úr þessu hjólaslysi! Skypum eftir helgi! Knúsírús

Nafnlaus sagði...

Blessuð Anna ! Ég rakst inn á síðuna þína gegnum link hjá Heiðu svo ég ákvað að kvitta fyrir mig :) Langt síðan ég hef séð þig en gaman samt að sjá að þú virðist aldeilis hafa það fínt. Pottarnir eru rosalega flottir !!! Og virka nánast ónotaðir svo heppin þú ;) Bestu kveðjur Hugrún Hauks

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna mín.En gott að þú komst heil úr þessu hjólaslysi,þessir bílar geta birst algjörlega fyrirvaralaust!!!Ég verð að segja þér nýjustu hjólasöguna mína,var að hjóla með Stínu um daginn og braut aðeins umferðareglu,hjólaði á móti einstefnu.Í því mæti ég lögreglubíl og ég held bara áfram og hjóla framhjá honum..ehemm. Það var frekar lítið pláss, en ég hugsaði ekki alveg. Ég hjóla áfram og inní portið bakvið húsið okkar, missi poka af hjólinu og sný við og sæki hann. Þá koma tveir lögregluþjónar, sem voru í bílnum, hlaupandi á eftir mér og kallar á mig "Er ekki í lagi"? Skilur ekkert í því afhverju ég stoppaði ekki þegar kallað var á mig, þá hafði hann kallað á mig í gjallarhorn um að stoppa en ég svo utan við mig að ég heyrði ekki neitt! Svo hélt hann áfram að fræða mig um umferðareglur og fleira. Þá sagði hann mér að ég hefði NÆSTUM því rekist utaní löggubílinn og hvort mér fyndist ekki óeðlilegt að hafa ekki stoppað og athugað hvort ég hefði tjónað hann? Ég baðst bara afsökunar aftur og aftur og fór síðan:P Þetta hefur pottþétt verið hápunktur dagsins þeirra í vinnunni!
Varaðu þig líka á þessu;)
Hafðu það gott og til hamingju með þessa æææðislegu potta!
Kv.Laufey

Nafnlaus sagði...

hæ anna min.gudi se lof ad tu slappst betur en hjolid.pottarnir eru ædislegir.eg var lika ad kaupa mer mer potta en teir eru nu ljotir midad vid tina enda teflon.er nu komin i danaveldi en er ekki buin ad sja krusidulluna mina.ætladi ad keyra i dag en tegar eg var ad fara ad leggja af stad heyrdum vid i utvarpinu ad motorvegurinn var lokadur vegna trafikulykke.svo eg ventadi bara til morguns.er ad verda ansi spennt.husid hennar maju er ædislegt erum buin ad mala helling.vona ad tu hafir tad bara bra.krus og kram ra fodursystrum.