Fékk áhugaverðar athugasemdir frá einni gamalli frú í vinnunni í dag. Hún sagði að ég væri í skrítnum fötum og með reytt hár. Athugið þetta var ekkert sérstaklega sagt í fússi eða í illsku, meira svona bara að benda á þessa "staðreynd". Því má þó bæta við að þessi sama frú sagði fyrir nokkrum dögum að ég væri með lítil eyru, það var sko sagt sem mikið hrós! (Hún ætti að sjá Habbý)
Á morgun byrja ég að vinna kl. 6:45 svo ætli sé ekki best að dröslast í háttinn.
Góða nótt
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hehe tær eru yndisslegar tessar eldri "damer" :) Mér finnst thú vinna eitthvad furdulegar vaktir,eg vinn t.d alltaf frá annadhvort 7:30 eda 7:00 og aldrei lengur en til 15 sem er næs. TAd var ein "dame" í dag sem sagdi mjøg fyndna setningu í dag tegar ég bad hana ad taka lyfin sín : Ja, så skyller jeg den ned i kloaken! Tær hugsa bara um hvad tad er mikid mál ad pissa og kúka hehe!
Skrifa ummæli