Átti yndislega helgi í Gautaborg hjá henni Dagnýju "litlu". Túristuðumst auðvitað og fórum t.d. í Liseberg tivolíið og ég skellti mér í hættuminnstu tækin, t.d. í klessubíla. Myndin hér að ofan er einmitt tekin fyrir framan eitt tækið sem ég lét hafa mig í. Þetta er þó verra en sýnist og píkuskrækti ég að sjálfsögðu eins og mín er von og vísa.
Gautaborgarar (!) eru enn gamaldags og nota sporvagna sem er þó afar rómantískt á að líta. Fórum nokkrar ferðirnar í slíkum tækjum.
Fórum svo á strönd en þegar við komum út úr sporvagninum þar fundum við enga strönd. Við vorum nefnilega að leita að sandströnd en nei þá eru bara klettar. Við klifruðum eitthvað í þeim sem ekki var átakalaust og láum litla stund á grjóthörðum steini. Svei sé sænskum ströndum!
Svo tróð maður auðvitað í sig nokkrum ísum sem og öðru góðgæti. Það getur seint þótt megrandi að sækja hana Döggu heim, enda varla hægt að finna stúlku sem kann jafn vel að meta nammi og hún!
mánudagur, júlí 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vá hvad tid erud sætar!! Thú ert náttúrlega bara fótomódel ;)ALveg eins og kippt út úr kvennatímariti frá 1950 :)
Skrifa ummæli