Það er ekki alltaf gaman að vinna í hemtjänsten. Lenti í óskemmtilegu atviki sem ég held að sé of smekklaust til að setja inn á veraldarvefinn en við getum sagt sem svo að það sem um er rætt er brúnt og illa lyktandi...
Dagurinn í dag var afar erfiður sem slíkur og ekki bara vegna þess brúna heldur einnig vegna þess að ég var að vinna frá 7:15 til rúmlega 4 og fékk samtals ca. hálftíma pásu og var í stresskasti síðasta klukkutímann til að ná að heimsækja öll gamalmenninn. Afar leiðinlegt að þurfa að vera að flýta sér svona mikið þegar hinir einmana elri borgarar vilja ólmir spjalla. Fúlt að þurfa að geta ekki leyft þeim að segja manni frá því þegar þau ólust upp í Dölunum og frá 10 systkinunum sínum.
Eitt hefur það kennt mér að vinna í þessum bransa. Það er að hlaða niður börnum. Það er ekkert sorglegra en að vera gamall og einn. Enginn er tilneyddur til að heimsækja mann og hugsa um mann. Þegar ég vann á leikskóla langaði mig ekkert í börn þar sem þau eru almennt leiðinleg. Sem sagt skiptir það máli hvar maður vinnur, svona upp á barneignir að gera. Engar áhyggjur þó fólk, er ekkert á leiðinni í sæðisbanka/barinn/ættleiðingarskrifstofu alveg á næstunni.
föstudagur, júlí 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ÉG VEIT!!! eitt sumar á Grund og ég mun aldrei láta það gerast að ég verði ein í ellinni!!!!!! En nægur er tíminn.....
Jobbi litli á nú eftir að vera duglegur að sinna gömlu frænku sinni ;)
Skrifa ummæli