fimmtudagur, júlí 06, 2006

Fótboltabull

Jesús góður! Er að hlusta á Rás 2 á netinu og þar er Ómar Ragnarsson að tala við einhvern þáttastjórnandann. Þeir eru búnir að tala um fótbolta í örugglega hálftíma... H-g er þetta hægt???
Er annars afar hamingjusöm að þetta helvítis HM drasl hefur farið að mestu framhjá mér. Hér hef ég fleiri stöðvar en RÚV og þarf því ekki að ergja mig á því þegar Gæding er aflýst í tíma og ótíma vegna eins ómerkilegs leikjar og fótbolta. Nei, má ég þá heldur biðja um Revu Shane og Alexöndru Spaulding vera að plotta og draga mann og annan á tálar.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fótboltinn er það sem heldur fyrir mér vöku á nóttunni, það eru tveir barir hérna, einn á móti mér og einn tveim húsum við hliðina, sem sýna fótbolta á stórum skjá. Leikirnir eru yfirleitt búnir milli 11 og 12 og svo er sungið og öskrað fyrir utan húsið mitt langt langt fram á nótt! hlakkar til þegar þetta helvíti er búið!

Nafnlaus sagði...

hahahahhahaha o ja eg hef sko thakkad gudi nanast fyrir ad hafa adgang ad um 30 stodvum umfram fotboltann undanfarinn manudinn...hef einmitt dottid inn i nokkra bold thaetti sem heita reyndar "Top models" upp a fronsku;) heida hannesar

Nafnlaus sagði...

Bold heitir "Glamour" hérna í Danmark :) hehe

Nafnlaus sagði...

voðalegt er að heyra til ykkar.FÓTBOLTIN ER ÞAÐ SEM GEFUR LÍFINU GILDI.hvað helduru að daði mundi segja.haha.Bíð eftir úrslitaleiknum á sunnudag.ætla sko að horfa.knús

Nafnlaus sagði...

Ég tek náttlega Revu og Alexöndru fram yfir allt, og hef líka óáreitt getað horft á þær stöllur undanfarið. Boltinn er blessunarlega sýndur á Sýn þetta sinnið. En verð samt að segja frá þeirri sögulegu stund að ég horfði á úrslitaleikinn mikla í gær og er það fyrsti fótboltaleikurinn í mínu lífi sem ég horfi á í sjónvarpi, og ekki nóg með það, ég var meira að segja pínu spennt!!!! Ég hélt með það sem ég vil nú kalla mína menn, frökkum, en líklega aðalega vegna þess að ég vil hafa Frakkana glaða og reifa þegar ég kem þangað. Önnur afsökun fyrir þessu óvænta fótboltaglápi mínu voru líka grillaðir borgarar í góðra vina hópi, vildi bara að það kæmi fram mér til varnar, en boltinn sjálfur var ekki svo slæmur, mörg stinn læri en ekki nógu mörg fríð fés, það er minn dómur.

Nafnlaus sagði...

Heyriði, ég er yfirleitt ekki spennt fyrir svona en þetta finnst mér sjúklega fyndið. Það er eitthvað gefandi að horfa á fótboltakappana, þessar miklu hetjur nútímans, falla hver um annan þveran. Þetta er sko skemmtilegur bolti. Tékkið á :

http://www.youtube.com/watch?v=SFe2TJv-jlk

og þið sjáið fótbolta í nýju ljósi :)