Sjaldan hef ég verið jafn glöð að keyrt var á mig og akkurat þessa stundina. Þar sem ekki var hægt að gera við gamla hjólið mitt var tryggingunum skylt að bæta mér skaðann með samskonar hjóli. Fyrir notaða hjólið mitt sem ég keypti á 1100 sænskar í ágústlok í fyrra fékk ég þetta splunkunýja hjól sem kostar um 4500 krónur. Um leið og ég sá nýja gripinn gleymdi ég med det samma hversu heitt ég hafði elskað REX. Já, svona er maður grunnhygginn, þegar eitthvað fínna býðst tekur maður því án þess að líta um öxl og snýr þar með baki við trausta gamla "félaganum" án þess að blikna.
Þetta er þriðja nýja hjólið sem ég hef eignast um ævina. Hef átt nokkur hjól en það voru yfirleitt notaðar druslur frá Elmu systur eða Siggu frænku. Fyrsta hjólið mitt var unaðsfallegt, gullt Winter hjól með hjálparadekkjum þegar ég var 5 ára sem ég fékk frá afa og ömmu í Kópavogi. Hjálparadekkin voru tekin af þegar líða tók á sumarið og ég tættist um Rauðumýrina og nágrenni. Annað hjólið fékk ég í fermingargjöf. Þá þótti móðins að eiga fjallahjól með karlastöng og slíkt fékk ég. DBS (DýrastaBestaSortin / DruslaBundinSaman o.s.frv.) Kilimanjaro. Það þjónaði mér vel og fylgdi jafnvel með þegar ég hélt í háskólanám í Århus (sem entist þó ekki nema í tæpa 2 mánuði, altso háskólanámið). Nú hefur því verið hent eftir rúma áratugsnotkun. Nú er það Triton Classic, sænsk gæða handsmíði, ekkert minna!
Ég er glöð :)
mánudagur, júlí 31, 2006
laugardagur, júlí 29, 2006
"Hresst" laugardagskvöld
Ég skal segja ykkur það! Klukkan er að verða 9 á laugardagskvöldi og ég er að hugsa um að koma mér í bælið og glápa bara á sjónvarp og sofna snemma svona til að ná upp smá svefni. Það er af sem áður var þegar maður lét ekki vinnu né annað stöðva sig í að skella sér á öldurhús. Gömul? Já, svei mér þá...
föstudagur, júlí 28, 2006
Dæmisaga Hannesar
Okey...er aðeins komin í ham yfir þessum skattamálum en verð bara að rifja hér upp eina af þeim fjölmörgu dæmisögum sem Hannes Hólmsteinn kenndi okkur í H.Í. Þessi saga var meira að segja í bókinni hans Hvar á maðurinn heima. Man ekki alveg hvernig hún var en inntakið var eitthvað á þessa leið;
Gáfulegra er að sá sem fær t.d. 1 milljón á mánuði borgi ekki jafn mikið hlutfall af launum sínum í skatt og sá sem hefur bara 100 þúsund. Rökin fyrir þessu er að sá sem á milljón mun nota þessa peninga sína á góðan hátt eins og að fjárfesta sem mun koma sér betur fyrir samfélagið í heild. Sá sem fær lægri laun mun ekki gera neitt gott fyrir samfélagið fyrir peningana sína því hann mun bara kaupa einhverja vitleysu (tja, eins og t.d. mat).
Eins og glöggir menn sjá þá er þetta borðleggjandi. Afnemum skatta á hátekjufólk og aukum skattbyrði á aumingjana!
Gáfulegra er að sá sem fær t.d. 1 milljón á mánuði borgi ekki jafn mikið hlutfall af launum sínum í skatt og sá sem hefur bara 100 þúsund. Rökin fyrir þessu er að sá sem á milljón mun nota þessa peninga sína á góðan hátt eins og að fjárfesta sem mun koma sér betur fyrir samfélagið í heild. Sá sem fær lægri laun mun ekki gera neitt gott fyrir samfélagið fyrir peningana sína því hann mun bara kaupa einhverja vitleysu (tja, eins og t.d. mat).
Eins og glöggir menn sjá þá er þetta borðleggjandi. Afnemum skatta á hátekjufólk og aukum skattbyrði á aumingjana!
Skattur
Ungir sjálfstæðismenn verja skattaupplýsingar
Ungir Sjálfstæðismenn reyndu að koma í veg fyrir að fólk skoðaði skattskrána á skrifstofu Skattstjórans í Reykjavík í dag, þegar álagning skatta á landsmenn var gerð opinber. Í ályktun sem stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi frá sér í dag er talað um opinberun gagnanna sem ósóma (tekið af Visir.is)Þegar fólk skammast sín fyrir að vera með of háar tekjur hvernig væri þá bara að biðja um launalækkun??? Af hverjum megum við sauðsvartur almúginn ekki vita hvað þetta lið er ríkt? Er svo sem bara verst fyrir okkur sjálf, pirrum okkur þá bara yfir hvernig er hægt að vera svona sjúklega ríkur þegar stór partur sömu þjóðar hefur vart í sig og á (svo ég tali nú ekki um meirihluta mannkyns). Af hverju þykir manni heldur ekki skrítið að það skuli vera plebbarnir í SUS sem eru með einhvert vesen yfir þessu en ekki t.d. ung Vinstri Græn? Spurning...
P.S. Ég fékk rúmar 500 krónur endurgreiddar frá Skattinum. Júhú...
Af hjólinu enn eina ferðina!
Þurfti að panta leigubíl til að fara með hjólið mitt í viðgerð eftir vinnu í dag. Það fyrsta sem leigubílstjórinn segir þegar hann sér beyglað hjólið er; Hvernig gerðist þetta, varstu full?
Lít ég svona byttulega út eða hvað, að það fyrsta sem ókunnugum dettur í hug þegar þeir sjá mig er að ég hafi verið ofurölvi? En djöful asskoti var ég samt fegin að hafa ekki verið full og geta sagt nei. Hefði svo vel getað slasað mig á einhverjum þessum hjólferðum mínum eftir heimsókn á barinn.
En vondar fréttir af augasteininum mínum. Viðgerðarmaðurinn bjóst ekki við að hægt væri að gera við hann svo hann ætlaði að tala við tryggingarnar um hvað ætti að borga mikið upp í nýtt hjól. Fékk samt elskulegar móttökur á hjólaverkstæðinu. Fyrst tók á móti mér ungur piltur sem spurði mig strax og hann sá hjólið hvort það væri ekki allt í lagi með mig. Þetta endurtók sig þegar yfirmaður hans kom til að meta ástandið. Þeim datt sko ekkert í hug að spyrja hvort ég hefði verið full...
Er alla vega ekkert full þessa helgi enda að vinna frá 6:45 alla helgina og mánudaginn líka. Fúlt
Lít ég svona byttulega út eða hvað, að það fyrsta sem ókunnugum dettur í hug þegar þeir sjá mig er að ég hafi verið ofurölvi? En djöful asskoti var ég samt fegin að hafa ekki verið full og geta sagt nei. Hefði svo vel getað slasað mig á einhverjum þessum hjólferðum mínum eftir heimsókn á barinn.
En vondar fréttir af augasteininum mínum. Viðgerðarmaðurinn bjóst ekki við að hægt væri að gera við hann svo hann ætlaði að tala við tryggingarnar um hvað ætti að borga mikið upp í nýtt hjól. Fékk samt elskulegar móttökur á hjólaverkstæðinu. Fyrst tók á móti mér ungur piltur sem spurði mig strax og hann sá hjólið hvort það væri ekki allt í lagi með mig. Þetta endurtók sig þegar yfirmaður hans kom til að meta ástandið. Þeim datt sko ekkert í hug að spyrja hvort ég hefði verið full...
Er alla vega ekkert full þessa helgi enda að vinna frá 6:45 alla helgina og mánudaginn líka. Fúlt
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Hiti og sviti
Er í fríi í vinnunni í dag. En hvað það getur verið gott að sofa lengur en til rúmlega hálf 6.
Við Martina erum núna þær einu úr bekknum okkar sem erum eftir í Uppsala svo við kíktum aðeins út í gær. Ótrúlegt að það sé hægt að sitja undir berum himni að kvöldi til í hlýrabol og vera langt frá því að frjósa. Hér hefur sem sagt hitabylgjan frá mið-Evrópu hreiðrað um sig. Vona að hún komi næst við á Íslandi, mér heyrist ekki veita af því þessa dagana.
Er að hugsa um að skella mér í sólbað og reyna að ná mér í smá brúnku á bakhliðina, lýt þessa stundina út eins og súkkulaðikex, brún að framan, hvít að aftan. Veit ei hvort hægt sé að segja að ég sé góð báðum megin, meira svona bjánaleg
Við Martina erum núna þær einu úr bekknum okkar sem erum eftir í Uppsala svo við kíktum aðeins út í gær. Ótrúlegt að það sé hægt að sitja undir berum himni að kvöldi til í hlýrabol og vera langt frá því að frjósa. Hér hefur sem sagt hitabylgjan frá mið-Evrópu hreiðrað um sig. Vona að hún komi næst við á Íslandi, mér heyrist ekki veita af því þessa dagana.
Er að hugsa um að skella mér í sólbað og reyna að ná mér í smá brúnku á bakhliðina, lýt þessa stundina út eins og súkkulaðikex, brún að framan, hvít að aftan. Veit ei hvort hægt sé að segja að ég sé góð báðum megin, meira svona bjánaleg
mánudagur, júlí 24, 2006
Helgin í Stokkhólmi
Þá er helgarferðinni til Stokkhólms lokið. Fór eftir vinnu á föstudaginn og dröslaði með mér vetrarfötunum mínum svona til að nýta ferðina. Verð að viðurkenna að það er frekar einmanalegt hér í Uppsala þessa dagana þegar Aysu er farin og því mjög gott að gera eitthvað skemmtilegt eins og fara í borgarferð. Íbúðin okkar er fremur tómleg en þó hugguleg og gaman að "eiga" sér bústað í Stokkhólmi þó það sé ekki jafn gaman að vera að borga 2 leigur á sama tíma. Fórum að sjálfsögðu á lífið og fyrra kvöldið héldum við okkur við Kungsholmen (hverfið okkar) og er ekki amalegt að vera í göngufæri við barina. Það sem toppaði það kvöldið var þegar við hittum Stokkhólm Tobias á einum barnum. Hef e.t.v. minnst á hann við einhvert ykkar en hann er afar hrokafullur gaur sem þekkti eiginlega aldrei í bekknum og vildi í raun ekkert vera að eyða tíma í okkur. Hann var sömuleiðis afar dónalegur þegar við vorum í mastersvörnunum og drullaði yfir ritgerðina hennar Keit og sagðist hafa fellt hana ef hann myndi ráða. Rétt þykir mér að benda á að Stokkhólms Tobiasi skal ekki ruglað saman við Tennis Tobias sem er vænsti drengur! Alla vega, þá var hann þarna á þessum bar ekki sem gestur heldur sem glasabarn! Ég er nú sú síðasta að dæma fólk fyrir að vinna heiðarlega vinnu hver svo sem hún er en þar sem þetta var gaurinn sem rigndi upp í nefið á og þóttist allt vita var það hin mesta skemmtun að horfa á hann troðast í gegnum mannfjöldann með glasagrindurnar. Hann varð fremur lúpulegur greyið þegar hann sá okkur og það fyrsta sem hann sagði væri að hann væri þarna í aukavinnu. Alla vega, fannst okkur þetta sjúklega fyndið, veit ei um ykkur sem ekki þekkja til fýlupúkans!
Á laugardagskvöldinu fórum við svo alveg í miðbæinn á einhverja plebbastaði. Vá, hvað það er til mikið af ungplebbum í Stokkhólmi. Maður roðnaði niður í tá að lufsast þarna um í H&M leppunum sínum meðan píurnar svifu um í Karen Millen dressunum sínum með Burkin töskurnar sínar (eða eitthvað!). Held við munum halda okkur frá þessum stöðum í framtíðinni, má ég þá heldur biðja um klósettfýluna á Grand Rokk!
Fínasta helgi sem sé, það verður stuð að flytja eftir 3 vikur...
Á laugardagskvöldinu fórum við svo alveg í miðbæinn á einhverja plebbastaði. Vá, hvað það er til mikið af ungplebbum í Stokkhólmi. Maður roðnaði niður í tá að lufsast þarna um í H&M leppunum sínum meðan píurnar svifu um í Karen Millen dressunum sínum með Burkin töskurnar sínar (eða eitthvað!). Held við munum halda okkur frá þessum stöðum í framtíðinni, má ég þá heldur biðja um klósettfýluna á Grand Rokk!
Fínasta helgi sem sé, það verður stuð að flytja eftir 3 vikur...
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Pottar
Er þetta ekki fallegasta pottasett sem þið hafið augum litið??? Festi kaup á þessum ævafornu sænsku pottum í dag hjá hjálpræðishernum á 90 krónur saman. Veit ég vel að þetta eru eflaust ekki þeir bestu pottar sem eru á markaðnum í dag, ekkert teflon sko, en fegurðin bætir það allt upp. Þeir mun sóma sér vel í Ástarhreiðrinu/The Love Nest (íbúðin í Stokkhólmi).
Annars er ég öll að ná mér eftir sjokkið í gær þegar keyrt var á mér, þó eitthvað mar sé nú að koma í ljós. Ég hef verið að spyrjast fyrir hvað það myndi kosta að gera við elsku hjólið mitt og það er örugglega meira en 10 þúsund kall (altso íslenskar). Vona að tryggingar kellingabeyglunar sem keyrði á mig muni vera góðar við mig og dekka allan kostnað.
Annars er ég öll að ná mér eftir sjokkið í gær þegar keyrt var á mér, þó eitthvað mar sé nú að koma í ljós. Ég hef verið að spyrjast fyrir hvað það myndi kosta að gera við elsku hjólið mitt og það er örugglega meira en 10 þúsund kall (altso íslenskar). Vona að tryggingar kellingabeyglunar sem keyrði á mig muni vera góðar við mig og dekka allan kostnað.
miðvikudagur, júlí 19, 2006
REXINN farinn
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Kvöldblogg
Fékk áhugaverðar athugasemdir frá einni gamalli frú í vinnunni í dag. Hún sagði að ég væri í skrítnum fötum og með reytt hár. Athugið þetta var ekkert sérstaklega sagt í fússi eða í illsku, meira svona bara að benda á þessa "staðreynd". Því má þó bæta við að þessi sama frú sagði fyrir nokkrum dögum að ég væri með lítil eyru, það var sko sagt sem mikið hrós! (Hún ætti að sjá Habbý)
Á morgun byrja ég að vinna kl. 6:45 svo ætli sé ekki best að dröslast í háttinn.
Góða nótt
Á morgun byrja ég að vinna kl. 6:45 svo ætli sé ekki best að dröslast í háttinn.
Góða nótt
mánudagur, júlí 17, 2006
Dagur í lífi mínu
Var í fríi í dag eftir að hafa verið að vinna alla helgina. Er enn spennt fyrir nýju myndavélinni minni svo ég ákvað að taka nokkrar myndir svona til að útskýra hinn æsispennandi dag í mínu lífi! Hér að ofan er aðalbygging háskólans, en þurfti að fara á skrifstofuna (sem er reyndar í húsi hliðina á) til að athuga hvernig prófskírteininu mínu gengur að komast í gegnum sænska búrókratið en hef ekki enn fengið það í hendur eftir að hafa beðið í rúman mánuð. Kallinn sem sér um þetta er víst í sumarfríi svo ég verð að bíða eitthvað með að hafa sannanir í höndunum að ég sé í raun "meistari í listum".
Fékk mér svo kaffi og skrifaði vinum og ættingjum bréf og póstkort. Afar huggulegt í sólinni get ég ykkur sagt sem hafið lítið séð af þeirri gulu í sumar.
Michael Jackson eftirherma skemmti svo gestum og gangandi í miðbænum. Asskoti efnilegur alveg hreint.
Hér sést fákurinn góði við Fyrisåen en þar sat ég nokkra stund og las í bók (afar menningarleg).
Reyndi svo að fá mér smá brúnku í Uppsala Stadsträdgården. Tókst ekkert sérlega vel því skýin voru að þvælast fyrir.
Heim á ný.
Og blogg...og nú er byrjað að rigna, gott að ég slapp við það.
Vinna aftur á morgun, kannski ég ætti að taka myndir af því líka...en ætli sé ekki bannað að taka myndir af gamla liðinu til að birta hér
Fékk mér svo kaffi og skrifaði vinum og ættingjum bréf og póstkort. Afar huggulegt í sólinni get ég ykkur sagt sem hafið lítið séð af þeirri gulu í sumar.
Michael Jackson eftirherma skemmti svo gestum og gangandi í miðbænum. Asskoti efnilegur alveg hreint.
Hér sést fákurinn góði við Fyrisåen en þar sat ég nokkra stund og las í bók (afar menningarleg).
Reyndi svo að fá mér smá brúnku í Uppsala Stadsträdgården. Tókst ekkert sérlega vel því skýin voru að þvælast fyrir.
Heim á ný.
Og blogg...og nú er byrjað að rigna, gott að ég slapp við það.
Vinna aftur á morgun, kannski ég ætti að taka myndir af því líka...en ætli sé ekki bannað að taka myndir af gamla liðinu til að birta hér
Fordómar
Af hverju þurfa blaðamenn enn þá að taka fram ef brotamenn eru af erlendum uppruna? Hverju skilar það öðru en að fólk heldur að allt það illa sem gerist á Íslandi (sem og annars staðar) sé útlendingum að kenna. Þetta er eins og þegar Dagur heitinn tók alltaf fram ef utanbæjarfólk hafði valdið einhverjum óskunda á Akureyri. Ekki til annars gert nema að valda meiri fyrirlytningu og vantrausti á öllum þeim sem eru ekki hreinræktaðir heimamenn. Svei sé íslenskri blaðamennsku!
Nauðgun kærð til lögreglunnar
Tvær sextán ára stúlkur leituðu til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan hálf eitt í nótt vegna nauðgunar, hefur önnur þeirra borið fram kæru. Fjórir menn eru í haldi lögreglunnar grunaðir um aðild að málinu. Mennirnir eru um tvítugt og eru allir af erlendum uppruna. Lögreglan segir að þetta sé mjög alvarlegt mál og er rannsókn þess á viðkvæmu stigi.
(Tekið af mbl.is)
föstudagur, júlí 14, 2006
Grattis Victoria!!!
Já, hún Victoria okkar (þ.e. Svía!) á víst afmæli í dag. Þá er ekkert minna en heljarinnar afmælisveisla með mörgum helstu tónlistarmönnum Svíþjóðar, sem er sjónvarpað á ríkissjónvarpinu. Er einmitt að h0rfa á þetta núna með öðru auganu. Merkilegt föstudagskvöld. Hef þá eitthvað skemmtilegt að tala um við gömlu kellingarnar í vinnunni á morgun. Þær eru allar með tölu helteknar af kóngafjölskyldunni og eru held ég allar áskrifendur af Dam Tidning sem er sérstakt vikurit sem er nær eingöngu um kóngafjölskyldur!
Skil ekkert hvað gamalt fólk getur haft gaman að á Íslandi, ekki er Bessastaðaliðið nú spennandi.
Skil ekkert hvað gamalt fólk getur haft gaman að á Íslandi, ekki er Bessastaðaliðið nú spennandi.
Gamalmennabransinn
Það er ekki alltaf gaman að vinna í hemtjänsten. Lenti í óskemmtilegu atviki sem ég held að sé of smekklaust til að setja inn á veraldarvefinn en við getum sagt sem svo að það sem um er rætt er brúnt og illa lyktandi...
Dagurinn í dag var afar erfiður sem slíkur og ekki bara vegna þess brúna heldur einnig vegna þess að ég var að vinna frá 7:15 til rúmlega 4 og fékk samtals ca. hálftíma pásu og var í stresskasti síðasta klukkutímann til að ná að heimsækja öll gamalmenninn. Afar leiðinlegt að þurfa að vera að flýta sér svona mikið þegar hinir einmana elri borgarar vilja ólmir spjalla. Fúlt að þurfa að geta ekki leyft þeim að segja manni frá því þegar þau ólust upp í Dölunum og frá 10 systkinunum sínum.
Eitt hefur það kennt mér að vinna í þessum bransa. Það er að hlaða niður börnum. Það er ekkert sorglegra en að vera gamall og einn. Enginn er tilneyddur til að heimsækja mann og hugsa um mann. Þegar ég vann á leikskóla langaði mig ekkert í börn þar sem þau eru almennt leiðinleg. Sem sagt skiptir það máli hvar maður vinnur, svona upp á barneignir að gera. Engar áhyggjur þó fólk, er ekkert á leiðinni í sæðisbanka/barinn/ættleiðingarskrifstofu alveg á næstunni.
Dagurinn í dag var afar erfiður sem slíkur og ekki bara vegna þess brúna heldur einnig vegna þess að ég var að vinna frá 7:15 til rúmlega 4 og fékk samtals ca. hálftíma pásu og var í stresskasti síðasta klukkutímann til að ná að heimsækja öll gamalmenninn. Afar leiðinlegt að þurfa að vera að flýta sér svona mikið þegar hinir einmana elri borgarar vilja ólmir spjalla. Fúlt að þurfa að geta ekki leyft þeim að segja manni frá því þegar þau ólust upp í Dölunum og frá 10 systkinunum sínum.
Eitt hefur það kennt mér að vinna í þessum bransa. Það er að hlaða niður börnum. Það er ekkert sorglegra en að vera gamall og einn. Enginn er tilneyddur til að heimsækja mann og hugsa um mann. Þegar ég vann á leikskóla langaði mig ekkert í börn þar sem þau eru almennt leiðinleg. Sem sagt skiptir það máli hvar maður vinnur, svona upp á barneignir að gera. Engar áhyggjur þó fólk, er ekkert á leiðinni í sæðisbanka/barinn/ættleiðingarskrifstofu alveg á næstunni.
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Uppsala-tjútt
Við Uppsala stúlkur brugðum okkur á barinn á þriðjudagskvöldið enda var það síðasta kvöld Aysu í Uppsala en hún flutti til Stokkhólms í gær. Nú erum við Martina bara tvær eftir svo varla verður mikið um útstáelsi þar sem hún er nú ekki mikill partýpinni. Kannski er það ágætt að taka því aðeins rólega í skemmtanalífinu til tilbreytingar.
Er í fríi í dag og er planið að vinna að CV-inu mínu en held að það sé ástæðan fyrir því að ég er að rembast við að blogga eitthvað. Alltaf gaman að því þegar maður á að vera að gera eitthvað annað sem ekki er sérlega spennandi. Held ég reyni þó að byrja núna...
Er í fríi í dag og er planið að vinna að CV-inu mínu en held að það sé ástæðan fyrir því að ég er að rembast við að blogga eitthvað. Alltaf gaman að því þegar maður á að vera að gera eitthvað annað sem ekki er sérlega spennandi. Held ég reyni þó að byrja núna...
Drottningholmvägen
Fór til Stokkhólms í gær til að skoða íbúðina okkar. Hún er alveg ótrúlega flott, svo flott að ég trúi varla að við séum að fara að búa þarna. Allt er stórt og bjart en því miður líka tómt. Þurfum að versla allt inn í hana sem mun verða dýrt spaug og frekar frústrerandi að kaupa allt draslið þegar maður á fullt af því heima á Íslandi. En það verður líka gaman að kaupa húsgögn og húsbúnað, því það er jú sjaldan leiðinlegt að versla. Thorildsplan er sem sé Tunnelbana stöðin mín og húsið sem sést í bakgrunni er húsið mitt.
Bláa herbergið hér fyrir ofan er herbergið mitt. Það er nú ekkert sérlega stórt, örugglega tæplega 10 fm2 en alveg nóg.
Þetta er svo stofan þar sem við sjáum fram á að halda nokkur teiti enda fullkomið partýpleis!
Og loks varð ég að setja mynd af eldhúsinu sem er fullkomið. Allt nýtt og fínt og snyrtilegt.
Bláa herbergið hér fyrir ofan er herbergið mitt. Það er nú ekkert sérlega stórt, örugglega tæplega 10 fm2 en alveg nóg.
Þetta er svo stofan þar sem við sjáum fram á að halda nokkur teiti enda fullkomið partýpleis!
Og loks varð ég að setja mynd af eldhúsinu sem er fullkomið. Allt nýtt og fínt og snyrtilegt.
mánudagur, júlí 10, 2006
Stokkhólmur
Er komin með húsnæði í Stokkhólmi! Aysu hefur verið að leita eins og vitlaus væri síðustu 2 vikur og nú hefur það erfiði (hennar) borið árangur. Við erum að fara að búa með finnskri vinkonu hennar í miðbæ Stokkhólms í 4ra herbergja íbúð sem er 85 fm2. Hef sjálf ekki séð íbúðina þar sem ég er vinnandi kona og hef ekki tök á að skreppa til Stokkhólms si svona! Þær hafa hins vegar skoðað og lýst voða vel á. Nú ætti ég sem sé að fara að setja fullan kraft að fara að sækja um vinnur fyrir haustið svo ég hafi efni á leigu og öðrum lífsnauðsynjum.
En gleðin er alla vega mikil því það eru allir búnir að vera að hræða okkur á því að það sé lífsins ómögulegt að finna íbúð í Stokkhólmi, hvað þá í miðbænum.
Nú eru sem sé allir velkomnir til Stokkhólms í haust!
En gleðin er alla vega mikil því það eru allir búnir að vera að hræða okkur á því að það sé lífsins ómögulegt að finna íbúð í Stokkhólmi, hvað þá í miðbænum.
Nú eru sem sé allir velkomnir til Stokkhólms í haust!
Gautaborg
Átti yndislega helgi í Gautaborg hjá henni Dagnýju "litlu". Túristuðumst auðvitað og fórum t.d. í Liseberg tivolíið og ég skellti mér í hættuminnstu tækin, t.d. í klessubíla. Myndin hér að ofan er einmitt tekin fyrir framan eitt tækið sem ég lét hafa mig í. Þetta er þó verra en sýnist og píkuskrækti ég að sjálfsögðu eins og mín er von og vísa.
Gautaborgarar (!) eru enn gamaldags og nota sporvagna sem er þó afar rómantískt á að líta. Fórum nokkrar ferðirnar í slíkum tækjum.
Fórum svo á strönd en þegar við komum út úr sporvagninum þar fundum við enga strönd. Við vorum nefnilega að leita að sandströnd en nei þá eru bara klettar. Við klifruðum eitthvað í þeim sem ekki var átakalaust og láum litla stund á grjóthörðum steini. Svei sé sænskum ströndum!
Svo tróð maður auðvitað í sig nokkrum ísum sem og öðru góðgæti. Það getur seint þótt megrandi að sækja hana Döggu heim, enda varla hægt að finna stúlku sem kann jafn vel að meta nammi og hún!
Gautaborgarar (!) eru enn gamaldags og nota sporvagna sem er þó afar rómantískt á að líta. Fórum nokkrar ferðirnar í slíkum tækjum.
Fórum svo á strönd en þegar við komum út úr sporvagninum þar fundum við enga strönd. Við vorum nefnilega að leita að sandströnd en nei þá eru bara klettar. Við klifruðum eitthvað í þeim sem ekki var átakalaust og láum litla stund á grjóthörðum steini. Svei sé sænskum ströndum!
Svo tróð maður auðvitað í sig nokkrum ísum sem og öðru góðgæti. Það getur seint þótt megrandi að sækja hana Döggu heim, enda varla hægt að finna stúlku sem kann jafn vel að meta nammi og hún!
fimmtudagur, júlí 06, 2006
Fótboltabull
Jesús góður! Er að hlusta á Rás 2 á netinu og þar er Ómar Ragnarsson að tala við einhvern þáttastjórnandann. Þeir eru búnir að tala um fótbolta í örugglega hálftíma... H-g er þetta hægt???
Er annars afar hamingjusöm að þetta helvítis HM drasl hefur farið að mestu framhjá mér. Hér hef ég fleiri stöðvar en RÚV og þarf því ekki að ergja mig á því þegar Gæding er aflýst í tíma og ótíma vegna eins ómerkilegs leikjar og fótbolta. Nei, má ég þá heldur biðja um Revu Shane og Alexöndru Spaulding vera að plotta og draga mann og annan á tálar.
Er annars afar hamingjusöm að þetta helvítis HM drasl hefur farið að mestu framhjá mér. Hér hef ég fleiri stöðvar en RÚV og þarf því ekki að ergja mig á því þegar Gæding er aflýst í tíma og ótíma vegna eins ómerkilegs leikjar og fótbolta. Nei, má ég þá heldur biðja um Revu Shane og Alexöndru Spaulding vera að plotta og draga mann og annan á tálar.
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Hjólaferðin heim
Var að hjóla heim áðan eftir vinnu og tók nokkrar myndir svona til að sýna ykkur af hverju ég nenni að hjóla hálftíma á hverjum morgni og svo aftur tilbaka um eftirmiðdegi. Nú er auk heldur ótrúlega gott veður þannig að maður svífur áfram á rauða fáknum með bros á vör. Í morgun þegar ég renndi niður brekkuna frá Lilla Sunnersta varð á vegi mínum bambi, jók enn á væmnina!
Annars eru þetta eflaust hundleiðinlegar myndir svona fyrir aðra en mig en þar sem ég er nýbúin að fá myndavélina mína aftur vildi ég nú nýta tækifærið.
Var annars að koma úr klippingu. Fyrsta skiptið sem ég fer í klippingu í útlöndum og gekk það bara vel fyrir sig! En merkilegt er það hvað maður er alltaf ljótur í klippingu. Sat í forundran yfir því að ég hefði nokkurn tíma komist á séns eins og ég leit út þarna með blautt, sleikt hár í einhverjum klemmum og umvafin svartri skykkju!!! E.t.v. er það vegna þess að maður situr í hálftíma, klukkutíma og starir á sig. Spurning!
Síðan er ég að fara til Gautaborgar eftir vinnu á morgun að heimsækja hana Döggu litlu systur sem er þar í Nordjobbi. Það verður nú huggulegt að eyða helginni með henni og vona ég að veðrið haldi áfram að vera gott við okkur "Svíana".
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Bloggleti
Eins og ég var nú æst í að blogga hér í fyrstu er ekki það sama upp á teningnum núna. Held það sé af því að ég hangi ekki í tölvunni allan daginn og á að vera læra og "laumast" til að blogga í tíma og ótíma bara svo ég þurfi ekki að læra.
Ákvað svona þar sem ég nenni ekki að skrifa neitt skemmtilegt að láta inn nokkrar myndir af Stokkhólmsferðinni um helgina.
Hér efst er Erica á nota bene kaffihúsi við höfnina. Lét það ekki stoppa sig að svipta sig klæðum og reyna að ná smá lit.
Hér erum við Aysu á sama stað, en eins og sjá má er ég sú eina sem hélt í siðprýði mína og hélt flíkunum á mér.
Hér erum við svo að bíða eftir strætó á leið í bæinn. Eins og sjá má á léttum klæðaburði var Mallorka veður og jakkar skildir eftir heima.
Hér má sjá mig á Sergelstorg í pæjukjólnum sem ég festi kaup á 10 mínútum áður í H&M og rauðum hælaskóm sem sömuleiðis voru keyptir stuttu áður.
Meðan á myndatökum stóð var Erica töskugeymsla
Seinnipart dagsins var svo eytt í Kungliga Humlegården. Mysigt alveg hreint!
Nenni ekki meir...
Ákvað svona þar sem ég nenni ekki að skrifa neitt skemmtilegt að láta inn nokkrar myndir af Stokkhólmsferðinni um helgina.
Hér efst er Erica á nota bene kaffihúsi við höfnina. Lét það ekki stoppa sig að svipta sig klæðum og reyna að ná smá lit.
Hér erum við Aysu á sama stað, en eins og sjá má er ég sú eina sem hélt í siðprýði mína og hélt flíkunum á mér.
Hér erum við svo að bíða eftir strætó á leið í bæinn. Eins og sjá má á léttum klæðaburði var Mallorka veður og jakkar skildir eftir heima.
Hér má sjá mig á Sergelstorg í pæjukjólnum sem ég festi kaup á 10 mínútum áður í H&M og rauðum hælaskóm sem sömuleiðis voru keyptir stuttu áður.
Meðan á myndatökum stóð var Erica töskugeymsla
Seinnipart dagsins var svo eytt í Kungliga Humlegården. Mysigt alveg hreint!
Nenni ekki meir...
mánudagur, júlí 03, 2006
Enn helgi
Fékk langt helgarfrí þessa helgina, eina 3 daga, svo ég er enn laus við vinnu í dag. Ég og Aysu fórum til Stokkhólms á laugardaginn og áttum þar góða 2 daga í stórborginni og gistum hjá henni Ericu. Stokkhólmur er afar falleg borg þegar veðrið er svona gott eins og það var um helgina. Er því aðeins farin að verða spennt fyrir að flytja þangað í haust. Þó líka kvíðin þar sem ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera þar. Verð víst að fara að hugsa minn gang og fara að vinna í vinnumálum. Skoðuðum eina íbúð þar en hún var eiginlega lengst úti í rassgati svo við ætlum að reyna að finna eitthvað meira miðsvæðis. Gætum alveg eins búið í Uppsala ef við vildum búa langt í burtu, tekur hvort eð er ekki nema 40 mín. með lest héðan.
Ætla annars að eyða deginum í allsherjarþrif og henda alls kyns mat og skrítnum hlutum sem allt fólkið sem bjó hér meðan ég var á Íslandi skildi eftir. Hef lítið að gera með 4 tómatsósuflöskur og 5 kg af sykri.
Annars mæli ég með þessu feiknagóða myndbandi með David Hasselhoff, ætti að koma öllum til að brosa út í annað!
http://video.google.com/videoplay?docid=-3382491587979249836&q
=jump+in+my+car
Ætla annars að eyða deginum í allsherjarþrif og henda alls kyns mat og skrítnum hlutum sem allt fólkið sem bjó hér meðan ég var á Íslandi skildi eftir. Hef lítið að gera með 4 tómatsósuflöskur og 5 kg af sykri.
Annars mæli ég með þessu feiknagóða myndbandi með David Hasselhoff, ætti að koma öllum til að brosa út í annað!
http://video.google.com/videoplay?docid=-3382491587979249836&q
=jump+in+my+car
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)