
Þetta er þriðja nýja hjólið sem ég hef eignast um ævina. Hef átt nokkur hjól en það voru yfirleitt notaðar druslur frá Elmu systur eða Siggu frænku. Fyrsta hjólið mitt var unaðsfallegt, gullt Winter hjól með hjálparadekkjum þegar ég var 5 ára sem ég fékk frá afa og ömmu í Kópavogi. Hjálparadekkin voru tekin af þegar líða tók á sumarið og ég tættist um Rauðumýrina og nágrenni. Annað hjólið fékk ég í fermingargjöf. Þá þótti móðins að eiga fjallahjól með karlastöng og slíkt fékk ég. DBS (DýrastaBestaSortin / DruslaBundinSaman o.s.frv.) Kilimanjaro. Það þjónaði mér vel og fylgdi jafnvel með þegar ég hélt í háskólanám í Århus (sem entist þó ekki nema í tæpa 2 mánuði, altso háskólanámið). Nú hefur því verið hent eftir rúma áratugsnotkun. Nú er það Triton Classic, sænsk gæða handsmíði, ekkert minna!
Ég er glöð :)