föstudagur, maí 04, 2007

Nonni kominn úr sauðskinsskónum yfir í eðalsteina

Svo skilst manni sem Garðar Thor Cortes sé að slá í gegn í útlöndum. Svo merkilegur er hann að nú er hann sendur á verðlaunahátíðir skrýddur eðalsteinum úr smiðju forsetafrúarinnar. Veit ég eigi hvort það er honum til framdráttar því alla vega að mínu mati er aðeins eitt sem er klígjulegra en karlmaður með skartgripi en það er karlmaður með demantskross um hálsinn sem kostar 254 miljónir króna. Oj!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo eru þetta örugglega stríðsdemantar, peningarnir hafa eflaust fjármagnað hernað í Angóla eða einhverstaðar.

Annars veit ég ekkert hvað þú ert að tala um, finnst bara gaman að vera með. Á að vera að lesa fyrir próf. Um war economies, hvað annað, tengja tengja...um það snýst námið

Anna Þorbjörg sagði...

Tala nú ekki um þann viðbjóð sem tilgangslausir skartgripir geta valdið. En gott að þú getir tengt Sólrún mín, greinilega ekki svo vitlaus...
Svo virðist vera sem þú sért sú eina sem lest bloggið mitt þessa dagana eða alla vega kommentar, greinilegt að þú ert í prófum!
Gangi þér annars vel litla mín

Nafnlaus sagði...

Ég er áskrifandi að blogginu þínu Anna mín, þú ert að meira að segja efst á "favorites" listanum mínum ;)Ég elska þessa pólitísku færslur og hló og hló þegar ég las til dæmis um Baugsmenn og fíflið hann Árna Johnsen, þetta segir manni eitthvað svo mikið um Íslendinga hehe. Þú ert góður þjóðfélagsgagnrýnandi!
Það er náttúrulega bara plebbalalegt að bera demanta um hálsinn og ekki minnst ef þeir eru á krossi!! frekar mikið ósmekklegt á margan hátt að mínu mati. Veit ekki hvað Jesús blessaður segir um þetta mál allt saman!