föstudagur, maí 18, 2007

Finninn kemur

Á morgun kemur fyrrum bekkjarfélagi minn, sambýlingur og vinkona í heimsókn til mín til Reykjavíkur. Hún ætlar að vera hér í heila 10 daga svo ég verð að taka á öllu sem ég á til að vera hress og skemmtileg í heila 10 daga. Þeir sem til þekkja vita að það getur verið mér erfitt. En ég mun reyna. Að sjálfsögðu verður farið beint á reykvískt næturlíf og vonast til að það standi undir væntingum. Var búin að marglofa það þegar ég bjó úti og kvartaði yfir því sænska. Allir sem eru skemmtilegir því endilega að fara út á laugardag og leita okkur uppi. Og plís veriði sjúklega skemmtileg

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey ég get verið sjúklega skemmtileg þegar ég hitti ykkur á fimmtudaginn. Verst að þá verð ég ekki í glasi, en þá er ég einmit hvað skemmtilegust.

Hlakka til að hitta ykkur allar, það verður nú gaman að hitta aysu loksins.

Er annars alveg sammála þér í færslunni á undan, VG hefur ekkert að gera í stjórn með D. Og Steingrímur ætti ekki að hafa nokkurn áhuga á að vera boðið í partý hjá geira. Annars veit ég ekkert um þetta. Eins og ég sagði, allar mínar íslandsfréttir hef ég frá þér minn kæra. Takk fyrir að halda mér á nótunum

Nafnlaus sagði...

haha ég þekki þetta vandamál Anna, ég er alltaf að segja öllum hvað djammið hérna sökki miðað við í Reykjavík. En ég held samt að það sé skemmtilegra í Reykjavík en á mörgum öðrum stöðum í heiminum! :) Og Anna þú þarft ekkert að reyna að vera hress og skemmtileg, fólk sem er alltaf þannig er þreytandi. vertu bara þú sjálf!! :)

Ally sagði...

Anna þú ert svo stabíl!
Þú ert búin að vinna þér sess sem ein af topp 5 bloggurum á tenglalistanum mínum.

Anna Þorbjörg sagði...

Sólrún: Þú ert alltaf stuðleg, það er alveg rétt og það mun örugglega standast á fimmtudaginn. Sjáumst brátt

Kristrún: Djammið stóðst væntingar, og vill gellan flytja hingað hið fyrsta

Allý: Vá, takk...