föstudagur, maí 18, 2007

Stjórnmálatuð

Einhvern tíma þarf maður víst að hafa rangt fyrir sér og það hafði ég með fyrri yfirlýsingum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf B og D. Ég fagna því auðvitað að "vinstri" flokkur fái nú aðild að stjórn eftir langa útilokun. Hefði auðvitað verið betra ef V og S hefðu verið saman þarna, ein og óstudd en það var víst ekki í boði. Því fáum við aftur Viðreisnarstjórnarmynstur.
Hef fulla trú á að Ingibjörg Sólrún muni standa sig vel enda kvenskörungur mikill. Ég vona einnig að hetjan mín, Jóhanna Sigurðardóttir fái ráðuneyti. Hún hefur verið eitt af mínum átrúnaðargoðum frá því hún var félagsmálaráðherra (held ég alveg örugglega) og afþakkaði ráðherrabíl og bílstjóra og ók um á eigin bílskrjóð. Þegar ég lýsti þessu einhvern tíma yfir í hópi ungra frjálshyggjupilta fussuðu þeir yfir því að ég félli fyrir svo ódýru bragði. Ég sé nú Geir Haarde eða Þorgerði Katrínu fórna slíkum forréttindum þó það væri í þeirri von um að skora nokkur atkvæði. Áfram Jóhanna! Verst að hún er í vitlausum flokki.
Í þessu öllu saman finnst mér líka leiðinlegt hvað formaður vor Steingrímur Joð er í mikilli fýlu yfir málalokum. Þetta er ástæðan fyrir því að oft þykja mér stjórnmál afar leiðinleg, það eru allir alltaf í fýlu við alla ef hlutirnir fara ekki nákvæmlega eftir þeirra eigin höfði. Ég hafði alla vega ekki viljað sjá V með D í stjórn því það myndi fela í sér alltaf mikinn afslátt af málefnum. Steingrímur var nú reyndar eitthvað farin að slá af rétt eftir kosningar til að sleikja D upp. Svoleiðis lýst mér ekki á. Ég vil að þetta lið standi fast á sínu og ef það fellur ekki í kramið hjá vinsælu krökkunum þá verður bara að hafa það.

Engin ummæli: