þriðjudagur, maí 15, 2007

Komin suður

Úrslit kosninga liggja nú fyrir og verð ég að segja það að ekki koma þau nú mikið á óvart. Ég spáði því að ríkisstjórnin myndi halda og því miður hafði ég rétt fyrir mér. Eins og það er nú gaman að hafa rétt fyrir sér þótti mér það miður í þessu máli. Spái því einnig að valdasjúku Framsóknarmenn muni áfram sitja í ríkisstjórn með ránfyglinu.

Er annars flutt suður og byrjuð að vinna. Bý í kjallarholu í Þingholtunum sem býður ekki upp á internet svo eitthvað verður lítið um blogg. Reyni að lummast í vinnunni kannski annað slagið.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert kjaftæði vinan, þú bloggar bara í vinnunni. Þú ert minn correspontentinn minn á íslandi. Án þín veit ég ekkert. Ef þú hefur ekki samvisku í það svona fyrstu dagana þá töltiru bara á kaffihús með laptoppinn þinn, prikið er bara rétt handan við hornið!

Nafnlaus sagði...

Sammála Solrúnu,tad ætti ad vera tund og stund til ad blogga,en gangi tér vel í vinnunni og Reykjavík bara yfirleitt.
Gaman ad sjá svona skemmtilega famylie mynd af ykkur í sportinu.
Vona ad tú egir ekki eftir ad sakna mømmu og pabba of mikid og´klárir tig án teyrra tarna í midborg Reykjavíkur.Mikid knús til tín frá mér....

Nafnlaus sagði...

Er þetta pínu sjokk að vera allt í einu ein á báti? Hvar í þingholtinu býrðu? Ekki í sömu íbúð og seinast? Vonandi áttu eftir að hafa það gott þarna í Reykjavíkinni góðu, yndisleg borg! Sakna hennar

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna mín og takk fyrir síðast.já það eru ekki alltaf jólin,einsog við vorum nú kátar þarna um kvöldið þegar puttinn var niðri.en svona eru nú bara Islendingar"helvítis asnar"eða sko allir hinir.en vona þú hafir það gott í borginni og sjáumst hressar.knús frá kommanum.

Ally sagði...

Hvað á að fara að vinna?
Fylgir það eigi sögunni?
Hvurs konar saga er þetta þá með engu punchline?

Anna Þorbjörg sagði...

Sólrún: Þetta er auðvitað rétt hjá þér, læt ekki netleysi í eigin greni stoppa mig frá egocentrískum skrifum um sjálfa mig

Maja: Sakna mömmu og pabba og Egils og Dagnýjar og Núma og Dódó strax mjög mikið. Sossum Elmu líka en hef ekkert haft saman við hana að sælda lengi

Kristrún: Já, það er skrítið að fara frá því að vera stórfjölskylda á Akureyri í að vera ein í borginni. Hef nú svo sem Gyðu og Stínu hér til að skemmta mér. En ég bý sem sagt aftur í Hallveigarstígnum,ég og Elma höfðum vistaskipti, hún fékk kjallarann í Austurbyggð í skiptum fyrir kjallarann í Halló. Þetta er reyndar bara í sumar svo í haust verð ég aftur farin að leita.

Eygló: Já, þetta voru miklar gleðiklukkustundir þegar puttinn var niðri en svo þurfti helvítið að snúast við. Já, hinir eru hálfvitar, ekki við

Allý: Með ákveðinni rannsóknarmennsku gætir þú komist að því hvar ég er að vinna en sagði frá því hér fyrir einhverju síðar. En þar sem ég vil spara þér tíma þá er ég að vinna í Vesturgarði sem er þjónustu miðstöð Vesturbæjar. Mun brátt vita allt um húsaleigubætur og félagslega aðstoð, mikið stuð