Þar sem ég er stjórnmálafræðingur áskil ég mér þann rétt að leiðbeina fólki aðeins í stjórnmálum þar sem ég er FRÆÐINGUR athugið um þessi mál.
Trúið því mér þegar ég segi; landið mun ekki fara til anskotans þó Sjálfstæðisflokkurinn sitji ekki í ríkisstjórn. Ef þið trúið mér ekki lítið til hinna Norðurlandana þar sem vinstriflokkar hafa oftast verið við völd.
Mér finnst ótrúlegt að um 40% kjósenda ætli sér að kjósa flokk sem hefur verið við völd nánast tja, alltaf. Ég ætla ekki að halda fram að hér á Íslandi sé allt í skít en mér finnst hins vegar komin tími til að leyfa einhverjum öðrum að spreyta sig. Mér finnst ekki gott ef við ætlum að halda áfram að byggja hér upp samfélag þar sem bilið milli ríkra og fátækra eykst ár frá ári. Mig langar ekki að búa í landi þar sem til eru ríkra manna hverfi og fátækrarhverfi. Að sérstakir skólar verði til þar sem ríku krakkarnir fara og hía á krakkana í blokkahverfaskólunum. Mig langar ekki að búa í landi þar sem því er troðið að manni leynt og ljóst að helsta dygðin sé að verða ríkur. Hvernig sem farið að því að verða ríkur virðist vera aukaatriði. Mig langar heldur ekki að búa í landi þar sem virkjanir eru við hvern bæjarlæk því að stjórnvöld eru of hugmyndasnauð til að finna aðrar leiðir til atvinnuuppbyggingar. Hvað þá að það sé í lagi að selja orkuna til samviskulausra alþjóðafyrirtækja sem koma fram við starfsmenn sína eins og tíðkaðist við upphaf iðnbyltingar. Mig langar heldur ekki að búa í landi sem hefur ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Mig langar ekki að búa í landi þar sem ríkir geta keypt sig fram fyrir raðir í heilbrigðiskerfinu. Mér finnst fremur augljóst að allt stefni í að heilbrigðiskerfið verði einkavætt þar sem ríkið virðist hafa voðalega gaman að því að einkavæða. Það er svo hagstætt sjáiði til. Mig langar heldur ekki að búa í landi þar sem ekkert er verið að gera í jafnréttismálum. Markaðurinn á að sjá um þau mál.
Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt. Plís ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hlustið á mig, ég er fræðingur sjáiði til.
fimmtudagur, maí 10, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Hæ Anna!
Ég er að miklu leiti mjög sammála. Ég held að fyrir marga snúist þetta um að hægt sé að sýna fram á að hagsæld og félagshyggja geti þróast samhliða eins og á hiunum norðurlöndunum. Að hægt sé að eignast pening og ganga að öflugu velferðarkerfi fyrir alla. Ég veit að fólk kvartar undan sköttunum í Skandinavíu en treystir samt sem áður á kerfið. Hverju þurfa peningaáhugamenn að fórna til þess að við getum þróast í átt að Skandivnavíu frekar en USA og heldur þú að það eigi eftir að skerða möguleikana á því að fólk geti eignast peninga? Ég held að mörgum hætti til að kjósa jafnvel gegn betri vitund ef þeim finnst buddunni ógnað.
Þetta er svona tilraun hjá mér til þess að leita til Fræðingsins til þess að reyna að skýra betur fyrir sjálfum mér hvað sé skynsamlegast í þessum efnum. Ég lít á mig sem vinstri mann að mörgu leiti en hef verið að standa mig að því að efast um lausnirnar sem VG hafa verið að tala fyrir í efnahagsmálum t.d. varðandi fjármagnstekjuskatt og fleira... svar óskast:)
Frábær pistill! mikið er ég sammála fræðingnum í þessu öllu saman ;o)
ég er annars að fara að undirbúa júróvision pítsu partý, þannig að ég hef ekki mikinn tíma fyrir pólítik, en ég vona innilega að kostningarnar á Laugardaginn verði til þess að Rautt rokki næstu fjögur árin...
Gó Eíríkur!
kveðja Lóló P.
I hear you sister!! I´m with you!!
Eða einhver annar álíka töff þeldökkur frasi....
Plís hlustið á Fræðinginn gott fólk!!! Frábær pistill!!
Var annars að kaupa mér miða heim 23 maí-25 maí, utanríkisráðuneytið splæsti, veit ekki hvort þú fékkst smsið frá mér, skýri alla vega betur síðar. Þetta er rétt fyrir próf svo ég hef engan tíma til að koma norður en verður alla vega ódýrara að taka eitt símtal eða svo meðan á dvöl minni stendur.
Frábært Sólrún! Fékk ekkert sms. En ég verð í Rvík þá því ég er að flytja suður á sunnudaginn. Bíð spennt frétta af þessu viðtali við utanríkisráðuneytið, vona að það verði komið nýtt lið þangað þegar þar að kemur, svona lið sem er okkur kannski hliðhollara en Valla Sverris og félagar
Hæ Sibbi!
Ég held að auðvitað muni peningaáhugamenn verða að fórna einhverju þar sem það eru þeir sem hafa efni á því að greiða smá aukalega.Ég skil þá svo sem vel að vilja ekki kjósa vinstri flokka þar sem það mun ekki koma þeim endilega sérlega vel. Ég skil hins vegar ekki að þeir sem ekki eiga jafn mikinn pening kjósa til hægri. Það kalla ég ekki að kjósa eftir buddunni heldur gegn henni. Mér finnst nefnilega stundum eins og venjulegt fólk sé ekki að átta sig á því að betra sé að kjósa til vinstri en hægri til að það geti haft það betra.
Mér finnst skandall að eignarskattur hafi verið lækkaður (eða var hann afnuminn, er sko ekki fræðingur í peningum!) því að þar er það bara ríka fólkið sem greiðir. Það notar svo þessar eignir sínar til að halda sér uppi þannig að þetta er í raun hreinar tekjur.
Ég veit vel að peningakallarnir munu hóta að fara burt með peningana ef þeir verða skattaðir meira en ég vona að þeir muni sjá sóma sinn í því að fara ekki burt með alla peningana sem þeir græða á okkur sem verslum í bónus eða neyðumst til að skipta við bankana þeirra. Mér finnst í raun ótrúlegt að þeir hafi samvisku í að hóta slíku. Eiga þeir ekki nógan pening fyrir.
Æi, ég er léleg í peningum. Held samt að þetta myndi allt saman reddast enda veit ég alla vega um einn góðan fjármálaplebba sem gefur VG góð ráð þegar á þarf að halda.
Skrifa ummæli