Til hamingju með daginn!
Eins og sönnum sósíalista sæmir fór ég í Fyrsta maí göngu í dag. Verð þó að viðurkenna að ekki hef ég nú oft farið í slíka göngu en batnandi mönnum er best að lifa. Nokkurt fjölmenni var í göngunni á Akureyri í ár og ætli veðurblíðunni sé þar ekki einhverju að þakka. Hluti af minni sósíalísku fjölskyldu var þarna samankominn þar sem við töltum á eftir lúðrasveitinni undir Internationalen og fleiri góðum slögurum. Skemmtilegt þótti mér nú að ganga fram hjá höfuðvígi erkiandstæðingsins, kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar sátu blámenn og horfðu með vanþóknun á gönguliða, verkalýðspakkið og fátæklingana. Eða svona alla vega dramatiseraði ég þetta augnablik í huga mínum. Eflaust voru þau bara í sólbaði og nákvæmlega sama um eitthvað lið með fána og lúðrasveit.
Gangan hélt svo í annað vígi Sjálfstæðisflokksins, Sjallann, en þar fengu gönguliðar húsaskjól fyrir ræðuhöld og kaffiþamb. Eitthvað fór nú fyrir ofan garð á neðan hjá mér hvað átti sér stað þarna því ég var upptekin við að sýna frændsystkinum mínum athygli. En svo steig poppstjarnan Ögmundur Jónasson í pontu og þrumaði yfir lýðnum um auðvaldið og þeirra klæki til að svíkja okkur launafólk. Fussum svei! Gamall eldmóður minn sem hefur mikið róast síðustu árin, byrjaði aftur að krauma, slík var fegurð og sannleikur orða meistarans.
Held ég verði bara að fara að lesa Kommúnistaávarpið aftur enda ein sú fallegasta lesning sem hægt er að komast í. Á ég því miður ekki eintak á íslensku en það er víst ófáanlegt. Ég man einmitt þegar ég hringdi í ágæta bókabúð hér í bæ fyrir nokkrum árum til að spyrja hvort þeir ættu það á íslensku. Ég var alveg bit þegar frökenin í símanum spurði mig hver væri höfundurinn. Finnst nú að hvert einasta mannsbarn ætti að þekkja þetta rit. Ég ætlaði nú alltaf að safna þessu ávarpi á hinum ýmsu tungumálum en er þó aðeins komið með það á ensku og sænsku. Lélegt safn það ...
Öreigar allra landa sameinist
miðvikudagur, maí 02, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ÆJAJÆÆ,elsku Anna mín,til hamingju med fyrsta maí í gær,gleymdi hreinlega ad tad væri fyrsti maí tar til ég fékk Fynens Stiftstidende í dag og á forsíduni var tessi mynd af Odence íbúm ad drekka øl í parken hér og mikid var ég sár ad missa af tessu fjøri.
En svo søng ég bara fyrir Lísu mína,,,,,og hve ljétt er titt .....teta er sólstjarnan okkar darararara ogfr.....og hugsadi hlýlega til hetjunar Anker Jørgensen,en ég held ad hann sé nýlega 85 ára og er ein af mestju hetjum dana í baráttu fyrir verkalídinn
Skrifa ummæli