Í dag er síðasti dagurinn minn á FSA, svona í bili a.mk. Einhvern veginn virðist ég alltaf enda hérna aftur. Hef unnið hér meira og minna á sumrin (sem og reyndar á öðrum tímum) síðan sumarið 1996 þegar ég byrjaði ferilinn í bítibúrinu á Seli. Mér hefur líkt við farfuglana af nokkrum starfsmönnum sjúkrahússins þar sem sumarið er víst komið þegar ég mæti á svæðið. Einhvers konar náttúrulögmál. Vona þó að svo sé ekki raunin þar sem ef svo væri yrði sumarið búið í dag.
Finnst annars vafasamur titill að vera einhvers konar vorboði. Man eftir einum sem var kallaður það hér á Akureyri og þó það sé eflaust ágætis kall langar mig ekkert að vera líkt við hann.
föstudagur, maí 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli