Ég ætla að skrifa eitt enn um Júróvision og svo er ég hætt. Enda löngu komið nóg.
Ég vil gjarnan taka tilbaka allt um svindl við kosningarnar. Ég er svo mikið nörd að ég fór aðeins að hlusta á nokkur lög úr keppninni í dag. Ég stóð mig að því að hlusta bara á "austur Evrópu" lögin. Ég kaus satt að segja eitt þeirra í gær. Danmörk var leiðinlegt, Noregur var skítsæmó, Belgía var martröð, Holland niðurdrepandi, Sviss grín, Austurríki púkó og Portúgal jakk. Kannski verðum við bara að sætta okkur við það að þau eru bara betri en við í Júróvision. Ætli þessi ríki muni ekki brátt valta yfir okkur á öðrum sviðum líka og t.d. búlgarskur auðjöfur kaupa Símann og Íslendingar að streyma til Póllands til að vinna í Prins Póló verksmiðju.
Ef þetta er bara klíkuskapur fyrrum Sovétlýðvelda hvernig gat þá Finnland unnið í fyrra, var það vegna ótta um nýtt Vetrarstríð eða hvað?
föstudagur, maí 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sko,vertu ekkert ad bakka med tetta,Finnland eru nágrannar Rússa
og Rússar hafa alltaf haldid ad Finnland væri einn hluti af Rúss.
Serbeska sem vann svo í gær mynnir
mig á Øldu á Helgastødum,bara Alda syngur betur.Eiríkur hefdi átt skilid ad vera í 10 efstu sætum.Eg er ekki hlutdræg en segi sannleikan,hef mikid vit af søng,enda af tónlistarfólki komin.........
Ps,sorry med kosningarnar,fólkid á Islandi er greynilega hamingjusamt med D-rullurnar.
Nú verdum vid bara ad vona ad framsókn fari ad sofa,en eitt finnst mér undarlegt ad ef fólk er svona ánægt med d rullurnar og óánægt med Framsókn,Tetta var ríkistjórninn,,,,,,,,
Skrifa ummæli