föstudagur, maí 11, 2007

Meira Júróvision

Held ég hafi komið með lausn í stóra Júróvision málinu. Við þurfum auðvitað bara að safna liði. Við vitum að liðið á norðurlöndum nennir kannski að kjósa okkur svona stundum og því vantar okkur bara fleiri norðurlönd. Sem sé, gefa Færeyjum og Álandseyjum sjálfstæði, gera Danmörku að 3 löndum, Sjálandi, Fjóni og Jótlandi, Vestmannaeyjar eiga alveg skilið að vera sjálfstæðar, Árni Johnsen getur verið forseti (þá þurfum við hin uppi á landi ekki að hlusta á hann lengur), Svalbarði getur orðið lýðveldi, yrði stærsta háskólasamfélag heims (miðað við höfðatölu), hægt yrði að flytja nokkra til Jan Majen o.s.frv.
Þá er bara að stofna til smá illinda svo alþjóðasamfélagið hjálpi okkur við að skipta þessu drasli niður í smáeiningar. Vandamálið er auðvitað að við höfum verið allt of friðsæl síðustu áratugina.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki olía á svæðinu? Hana má alltaf nota til sundrungar!

Anna Þorbjörg sagði...

Þeir tala nú um að jafnvel sé olíu að finna í íslenskri landhelgi, það hlýtur að vera hægt að kynda undir illindi út af því.
Annars er besta ráðið að byrja smátt, t.d. að sparka í Hríseyinga og saka Grímseyinga um kvótasvindl o.s.frv. Þá hlýtur boltinn að byrja að rúlla

Nafnlaus sagði...

Ég vil byrja á því að nefna hvað þetta er sérlega fallegt barn á myndinni, þarna í einni færslunni hér að neðan ;)
Annars sniðug hugmynd varðandi Júró-ið ;)
Svo að lokum er ég auðvitað hjartanlega sammála þér í ,,Heilaþvottar" færslunni :)

Unknown sagði...

Vitnað í Eírík Haugs i norska Dagbladinu...:
"På en måte er jeg glad for at vi fikk et såpass klart signal. Dette har helt tydelig blitt en østeuropeisk konkurranse, og vi andre har ikke en sjanse, sier den islandske deltakeren Eirikur Hauksson (for øvrig bosatt i Østfold) til Ekstrabladet.

Han har vært med i Grand prix fire ganger og sier han alltid har ment at bare sangen var god nok, kunne hvem som helst markere seg i konkurransen. Det mener han ikke lenger.

- Jeg vil aldri se det programmet igjen, slår han fast overfor avisen."

Unknown sagði...

Hauks...

Nafnlaus sagði...

haha Anna you crack me up!! :)Björk er allavega búin að lýsa því yfir að henni finnist að Danmörk ætti að leyfa Grænlandi og Færeyjum að vera frjálsum. Held samt að hún hafi aðeins miskilið þetta, held ekki að Danmörk sé búin að græða mikið á því að þurfa að halda grænlendingunum uppi amk. Samt góð hugmynd að gerast sjálfstæð núna eftir að olían fannst!