Varð hugsað aftur til bernskuárana fyrir skemmstu þegar ég skellti mér í fína H&M mjög svo bleika jakkann minn um daginn.
Þetta var örugglega vorið þegar ég var í 0 bekk. Þá þótti það afskaplega hallærislegt að halda upp á litinn bleikann. E.t.v. vegna þeirra tengingar sem sá litur hefur við stelpur almennt og það sem stelpulegt er þykir oftast lítið töff. Alla vega þá vildi enginn vera sakaður um það að finnast eitthvað sem var bleikt, flott. Ég, litla, pervisna og feimna stúlkan átti mér þó myrkt leyndarmál sem var falið djúpt í hugskoti mínu og ásótti mig. Í einfeldni minni sagði ég eldri systur minni frá þessu leyndarmáli. Bleikur var í raun uppáhaldsliturinn minn!
Einn daginn eftir skóla kom vinkona mín með mér heim. Af einskærri illsku blaðrar systirin út úr sér leyndarmálinu beint fyrir framan vinkonuna. Í örvæntingu reyni ég að verjast öllum ásökunum en sé fljótt að leikurinn er tapaður. Vinkona mín VEIT að mér finnst þessi stelpulitur í alvörunni flottur. Í örvilnun hleyp ég inn á bað og læsi á eftir mér. Tárin byrja að streyma og ég heyri hvernig flissið í þeim fyrir utan færist nær og nær hurðinni. Nú eru góð ráð dýr. Ekki get ég farið fram og mætt dæmandi augnarráði vinkonunar og glugginn á baðherberginni er of lítill og of hátt upp til að hægt sé að troða sér út um hann. En trúið mér ég reyndi þó. Mín örlög voru því að hanga grenjandi inni í klósetti þangað til mamma kom heim og gera það sem ég var og er best í; klaga!
Ég man svo ekki frekari eftirmála þessa máls en minnist ég þó ekki einhverrar útskúfunar í kjölfarið og virðist ég ekki hafa borið allmikinn skaða af. Alla vega spásseraði ég alls óhrædd nú fyrir nokkrum dögum í bleikasta jakka sem fyrirfinnst án þess að finna fyrir vott af skömm.
laugardagur, maí 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Ég elska bleikan lit ;)
uppáhaldsliturinn minn var alltaf blár og er enn held ég barasta. Man reyndar ekki eftir að það hafi þótt eitthvað slæmt að halda upp á bleikt í mínum skóla amk. Maður þarf að hafa góðan hörundslit til að geta borið bleikan vel og því held ég mig oftast frá honum hehe. Pink power!
Vona að ég hafi ekki verið vinkonan góða. Ég man heldur eftir því að bleikur hafi verið forboðin litur. Man samt eftir því frá leikskóla þegar ég hafði það á hreinu að blátt væri strákalitur og rauður stelpulitur. Þetta hefur líklega verið of nálægt the 70s til að bleik föt hafi fyrirfundist. Gæti samt vel trúað því uppá mig að ég hafi fyrirlitið bleikan, viljandi vera ein af strákunum. Í dag er bleikur samt uppáhaldsliturinn minn og líka allra stelpnana í 1.bekk í vesturbæjarskóla. Bleikt er greinilega ekki lengur forboðið, þær voru allar í bleiku alla daga í fyrra. Var eiginlega farið að finnast nóg komið af hinu góða.
Þetta varst ekki þú Sólrún mín
Anna mig vantar smá aðstoð! Veistu hvort og þá hvernig ég get kosið héðan frá Danmörku? Langar svo að taka þátt!
Sorry, veit ekki þar sem sendiráðið er í Kaupmannahöfn. Prófaðu að senda íslenska sendiráðinu í köben tölvupóst og spyrja þá. Það er pottþétt hægt að kjósa í Århus þar sem þar eru skrilljón íslendingar.
Drífðu þig svo í þessu, held að mér muni líka hvert þitt atkvæði fer svo ekki vil ég missa það
Netfangið þeirra er icemb.coph@utn.stjr.is
Hvernig væri að setja mynd af nýja jakkanum hér á síðuna. Ég er spennt að sjá hann!
Held ekki...þú sérð hann bara í DK. Þetta er nú ekki merkileg flík, fékk þetta á 80 krónur sænskar rétt áður en ég kom heim. Kostakaup náttúrulega!
Skrifa ummæli